31. Júlí 2023

Glimmer gleði

Verslunarmannahelgin nálgast með öllum þeim hátíðum sem henni fylgir. Í lok sumars bætast líka við allar heimsins bæjarhátíðir og því um að gera að skoða festival farðanirnar og glimmer notkunina! Okkur þarf ekki að skorta glimmer og það eru nokkur skemmtileg ráð sem okkur langar að deila með ykkur varðandi glimmer og notkun þess.

Hvernig fáum við laust glimmer til þess að festast?

Það eru nokkrar leiðir til þess og það fer kannski örlítið eftir því hvort glimmerið á að fara á andlit, augu eða líkama hvaða vöru er best að nota. Fyrir augun og svæðið þar í kring er best að nota glimmer grunn eins og Glitter Primer frá NYX Professional Makeup en hann heldur glimmerinu á sínum stað. Annað sem getur verið gott að nota á augnsvæðið er krem augnskuggar eða blautt glimmer undir glimmerið sem við ætlum að nota. Dazzelshadow Liquid frá MAC eru tilvalin sem grunnur fyrir flottar glimmer farðanir eins og t.d. glimmer liner eða augnskugga. Þessar vörur má líka nota annarsstaðar á andlitið til þess að halda glimmeri á sínum stað. Aðrar vörur sem virka fyrir andlitið eru t.d. setting sprey sem hægt er að nota til þess að bleyta upp í glimmerinu og setja svo á þá staði sem við viljum t.d. er All nighter frá Urban Decay tilvalið í það. Annað sem getur gert galdurinn að halda glimmerinu á sínum stað er glært augabrúnagel en þau eru til í miklu úrvali hjá okkur. Brow Set frá MAC er dæmi um frábært augabrúnagel sem má nota í þessum glitrandi tilgangi.

Fyrir glimmer á líkamann er algjör snilld að nota hárgel. Maka því undir glimmerið eða blanda glimmerinu saman við og setja á þá staði sem við viljum glimmer, en hárgelið er líka tilvalið í glimmer í hárið. Ultra Strong frá Wella er tilvalið í þetta verkefni en úrvalið af hárgeli er nánast endalaust svo það gættu flest að geta fundið eitthvað sem hentar.

En hvernig er svo best að ná glimmerinu af?

Það vefst fyrir mörgum, sérstaklega ef við erum með mikið glimmer í andlitinu en það er tvennt sem er nánast ómissandi í því að ná glimmeri af. Þetta tvennt er límband og olíu hreinsir. Já þið lásuð rétt, bara venjulegt límband getur náð miklu af glimmerinu af svo við séum ekki að nudda því yfir viðkvæma húðina og það fer bara enn meira út um allt. Til þess svo að ná restum af er algjör leikbreytir að nota einhverskonar olíu hreinsi og þurrka af. Það er til dæmis glæ ný vara hjá okkur sem er frábær í verkið en Andlitshreinsirinn frá AK Pure skin er einmitt það sem þarf í slíkt verkefni.

Glimmer er gaman og þarf ekki að vera jafn mikið mál og við höldum oft á tíðum, þetta snýst bara um réttu tólin, tækin og vörurnar til þess að bæði festa allt á sínum stað og ná því svo af. Við vonum að þið hleypið fram ykkar innri glimmer gleði í sumar og njótið þess að glitra eins og stjörnurnar.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup