6. Febrúar 2023

Góð ráð við varaþurrki

Ég er ein af þeim sem á það til að gleyma því að hugsa um að næra varirnar mínar og oft man ég það þegar ég ætla að vera með varalit en þá, oftar en ekki, eru varirnar þurrar og sprungnar og þá er afskaplega erfitt að ná varalitnum fallegum á varirnar. En þetta þarf alls ekki að vera svona. Það er nefnilega til aragrúi af frábærum snyrtivörum sem hægt er að nota til þess að halda vörunum okkar góðum og vel nærðum svo þær séu klárar í varalitinn þegar okkur dettur í hug. Mig langar til þess að segja ykkur frá nokkrum mismunandi vörutegundum í þessum flokki og nokkrum vörum sem ég gríp gjarnan í ef ég man eftir því að undirbúa varirnar fyrir varalitinn með smá fyrirvara.

Varaskrúbbar:

lip scrub, varaskrúbbur, varir, varaþurrkur, frank body

Eins og með restina af andlitinu þá er oft þörf á að losa sig við dauðar húðfrumur af vörunum. Þar koma varaskrúbbar sterkir inn en þeir vinna með endurnýjun húðarinnar á vörunum og losa okkur við þurra og flagnaða húð. Þar að auki innihalda flestir þeirra líka góðan raka fyrir varirnar. Sem dæmi um varaskrúbba má til dæmis nefna Cherry Bomb Lip Scrub frá Frank Body en hann inniheldur blöndu af sykri, olíu úr kaffi fræjum, greipaldinseyði og rakagefandi býflugnavaxi. Skrúbburinn bæði fjarlægir dauðar húðfrumur og vinnur á varaþurrki. Ótrúlega djúsí og góður varaskrúbbur sem má nota 2-3 sinnum í viku eða eftir þörfum.

 

Varameðferðir:

varameðferð, varamaski, khiel's, varaþurrkur, varir

Varameðferðir eru svona extra djúsí og næringarríkir varasalvar. Það eru til allskonar gerðir, sumir eru kallaðar varamaskar og aðrir bara varameðferð. Dæmi um varamaska er t.d. Buttermask for Lips frá Khiel´s en hann inniheldur meðal annars kókosolíu og mangósmjör sem hjálpa vörunum að endurheimta rakajafnvægi sitt. Maskinn er nærandi og rakagefandi og mýkir varirnar á meðan þú sefur.

estée lauder, varameðferð, varaþurrkur, varir

Frábært dæmi um varameðferð er Pure Color Envy Lip Repair Potion frá Estée Lauder en þessi varanæring frískar uppá, endurnýjar og mýkir varirnar. Algjör snilld að skella þessari á sig á kvöldin og leyfa því að vinna á vörunum yfir nóttina. Það er líka hægt að setja þessa vöru á sig hvenær sem er og nota í rauninni eins og varasalva ef varirnar þurfa smá extra ást og umhyggju.

 

Varasalvar:

bondi sands, varasalvi, varaþurrkur, varir, SPF 50

Við sem búum á Íslandi ættum alltaf að vera með góðan varasalva í vasanum. Hitabreytingarnar sem eiga sér stað í veðurfarinu hér dag frá degi geta orðið til þess að húðin og varirnar þorna og byrja að springa svo það er afskaplega mikilvægt að muna að gefa vörunum raka og næringu alveg eins og restinni af húðinni. Bondi Sands varasalvarnir eru frábærir. Þeir gefa vörunum raka og mýkt og koma í nokkrum mismunandi tegundum. Það sem gerir þá extra góða og verndandi fyrir varirnar eru að þeir innihalda SPF50 (allir nema kókos) svo þeir vernda varirnar líka fyrir sólinni og trúið mér, það er hræðilega vont að sólbrenna á vörunum!

b.fresh, lip serum, varaserum, varasalvi, varaþurrkur, varir

Það nýjasta sem við bjóðum uppá í varaumhirðu eru vara serum frá B.fresh. Gimme some lip serumið er tilvalið sem djúpvirkur rakagjafi undir varasalva en það er ein af fjórum tegundum af þessum serumum. Gimme some lip er nærandi varaserum sem inniheldur meðal annars jojoba olíu og ceramides sem læsa rakann í vörunum.

Ég vona að þetta gefi ykkur einhverjar hugmyndir um hvernig þið getið unnið á varaþurrknum sem virðist hrjá meirihluta landsmanna þennan extra kalda vetur sem stendur yfir!

Allar vörur fyrir varirnar má finna hér.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.