10. Júlí 2025

Grillmeistarinn Kristín töfrar fram sumarstemningu

Krist­ín Birta Ólafs­dótt­ir mat­reiðslu­meist­ari og landsliðskokk­ur fer á kost­um nýjasta þætt­in­um af Logandi ljúffengt á matarvef mbl.is og töfr­ar Sjöfn upp úr skón­um með grill­tökt­um sín­um og gef­ur áhorf­end­um góð ráð þegar grilla skal. Hún grill­ar heil­an hum­ar í skel í for­rétt sem hún ber fram með mangó- og maíssalsa sem er ómót­stæðilega ljúf­feng­ur rétt­ur og fal­lega fram­sett­ur.. Allt hrá­efnið fæst í versl­un­um Hag­kaups.

Í aðal­rétt grill­ar Krist­ín naut­ari­beye-steik á kola­grilli sem hún ber fram með chimichurri, grilluðum piccolo tómöt­um á grein og brokkólíni, sem er hreint sæl­gæti að njóta. Krist­ín mæl­ir með því að gera chimichurri-dress­ing­una dag­inn áður en hún er bor­in fram.

Krist­ín er vakt­stjóri á veit­ingastaðnum á Grand­hót­el og hannaði meðal ann­ars nýja sum­arseðil­inn sem er að slá í gegn þessa dag­ana. Hún hef­ur náð glæsi­leg­um ár­angri á ferli sín­um og meðal ann­ars unnið bronsverðlaun á Ólymp­íu­leik­un­um í mat­reiðslu með ís­lenska kokka­landsliðinu svo fátt sé nefnt.

Hum­ar með salsa tvisti og nauta-ri­beye með chim­i­hchurri bor­in fram með grilluðu piccolotómöt­um og brokkólníi

Grillaður kanadísk­ur hum­ar með salsa tvisti
2 kanadísk­ir humar­hal­ar, afþýdd­ir
1/​2 stk. chili
2 hvít­lauks­geir­ar
10 g fersk stein­selja
200 g smjör
Smá sjáv­ar­salt

Aðferð:
Leggið humar­hal­ann á bretti og notið skæri til að klippa skel­ina langs­um að end­an­um á hal­an­um. Haldið utan um humar­hal­ann og kreistið var­lega þar til þið heyrið brot­hljóðið, til að ná að opna hann bet­ur. Skafið meðfram kjöt­inu, til að losa það frá skel­inni. Saxið stein­selju, hvít­lauk og chili smátt, og setjið sam­an með smjör­inu í pott og látið malla aðeins. Penslið humar­inn með smá bræddu smjöri og leggið hann síðan á gasgrillið. Grillið í 3-4 mín­út­ur, snúið hon­um síðan við og penslið krydds­mjör­inu dug­lega á hann. Saltið með sjáv­ar­salti eft­ir smekk. Færið síðan humar­inn á efri hill­una á grill­inu, ef hún er til staðar, til að klára að elda hann, eða setjið í bak­arofn í ör­skamma stund. Látið hann svo hvíla í nokkr­ar mín­út­ur áður en þið berið hann fram. Kjör­inn kjarn­hiti humars er á bil­inu 55-60°C eft­ir að hann hef­ur hvílt.

Mangó- og maíssalsa
1 stk. mangó
1 stk. fersk­ur maís­stöng­ull
1 stk. tóm­at­ur
3 g ferskt kórí­and­er, saxað
5 g graslauk­ur, saxaður
Smá sjáv­ar­salt eft­ir smekk
Safi úr ½ sítr­ónu
1 msk. smjör
1 stk. sítr­óna, til að grilla sér

Aðferð:
Skerið mangó og tóm­at í litla ten­inga. Penslið maís­stöng­ul­inn með smjöri og grillið á öll­um hliðum. Setjið sjáv­ar­salt yfir hann eft­ir smekk. Þegar hann er til­bú­inn skerið hann þá niður meðfram kjarn­an­um og rifið eða skerið út í sal­atið. Saxið kórí­and­er og graslauk og setjið út í, ásamt sítr­ónusafa og sjáv­ar­salti. Berið fram með grillaðri sítr­ónu.

Sam­setn­ing:
Berið grillaða humar­inn fram með mangó- og maíssalsa og skreytið disk­inn með smá graslauk og chili. Setjið grilluðu sítr­ón­una á disk. Fal­lega fram­reidd­ur rétt­ur fang­ar ávallt auga og munn.

Nauta ri­beye
1 stk. naut­ari­beye (400-500g)
200 g smjör
Sjáv­ar­salt eft­ir smekk

Aðferð:
Leyfið nauta ri­beye-kjöt­inu að standa við stofu­hita í um eina klukku­stund fyr­ir grill­un. Hitið síðan kola­grillið eða gasgrillið þannig að það verið fun­heitt. Setjið síðan steik­ina á fun­heitt kola­grill eða gasgrill og grillið á báðum hliðum. Kryddið til með sjáv­ar­salti. Þegar þið snúið steik­inni við penslið þá smjör­inu á hana. Takið af grill­inu þegar þið haldið að steik­in sé til­bú­in en þið getið líka mælt hit­ann með kjöt­hita­mæli og þá er gott að taka steik­ina af þegar hit­inn er á milli 54-56°C, þá er hún medi­um rare. Látið hvíla smá­stund áður en hún er bor­in fram. Grillið græn­metið á meðan.

Meðlæti
Piccolo tóm­at­ar á grein
Brokkólíni
Ólífu­olía
Gróft salt ef vill

Aðferð:
Penslið tóm­at­ana og brokkólíni-ið með ólífu­olíu og saltið ef vill. Setjið á grillið í smá­stund og grillið á öll­um hliðum.

Sam­setn­ing:
Skerið steik­ina í fal­leg­ar sneiðar og raðið á viðarbretti, setjið síðan chimichurri (sjá upp­skrift fyr­ir neðan) yfir sneiðarn­ar og raðið grillaða græn­met­inu, tóm­at­grein­inni og brokkólín­inu á brettið.

Chimichurri
125 g ólífu­olía
2 msk. rauðvín­se­dik
1 búnt söxuð stein­selja
1 chili saxaður
4 hvít­lauks­geir­ar, saxaðir
1 tsk. óreg­anó, þurrkað
1 tsk. gróft sjáv­ar­salt
Smá svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:
Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í skál og látið standa í kæli yfir nótt til að bragðið nái að bland­ast við ol­í­una. Dress­ing­in er sett yfir kjötið eft­ir að það hefur verið skorið.

Sjá myndband hér