16. Ágúst 2023

Ljúffengar grilluppskriftir fyrir helgina

Sumarið í ár er búið að vera með eindæmum gott um allt land. Núna um helgina stefnir í frábært grillveður og er upplagt að nýta tækifærið og njóta síðustu daga sumarsins og sækja sér eitthvað gott á grillið. Hér fyrir neðan eru tvær spennandi og einfaldar uppskriftir.

Grillspjót

Grillað grænmeti er algjörlega fullkomið meðlæti með grillmatnum um verslunarmannahelgina. Það er hægt að græja spjótin og marineringuna heima og taka með sér í útileguna. Að marinera grænmetið gefur því alveg einstakt bragð.

Ég reyni að nota litríkt grænmeti en það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er. Með grillspjótunum var ég með lambagrillsneiðar með kryddsmjöri og Sérvalda pipar grillsósu frá Hagkaup. 

Grillaður maís

Það jafnast ekkert á við grillaðan maís með grillkjötinu. Ég má til með að mæla með Sérvöldu lambalærisneiðunum frá Hagkaup. Það eru tvær bragðtegundir, með grillsmjöri annars vegar og hinsvegar með pipar- og trufflumarineringu. Þú færð ferskan maís í grænmetisdeildinni í Hagkaup.

Innihald í grillaðan maís Ferskur maís 

Sérvalið parmesan sósa

Parmesan ostur 

ólífuolía

Salt/pipar/chilli Ferskt kóríander (má sleppa)

Þú byrjar á því að láta maísinn liggja í volgu vatni í um 10 mínútur, eftir það er smá olíu hellt yfir hann og hann kryddaður. Maísinn er grillaður í um 12 - 15 mínútur og honum snúið reglulega á grillinu svo allar hliðarnar grillist. Þegar maísinn er tilbúinn er hann smurður með Sérvöldu parmesan sósunni og parmesan ostinum stráð yfir ásamt ferska kóríandernum, svo er gott að salta örlítið yfir. Berið fram með sósunni og parmesan ostinum svo fólk geti fengið sér meira.