26. September 2024
Guerlain dagar í Hagkaup
Dagana 26. september-2. október eru allar vörur frá Guerlain á 25% afslætti í verslunum Hakgaups í Kringlunni og Smáralind. Býflugan hefur ávallt verið tákn franska lúxusmerkisins Guerlain og hefur það unnið eftirtektarvert starf við verndun hennar auk þess að rannsaka græðandi eiginleika býflugnaafurða, sem eru á meðal þeirra öflugustu í heiminum. Þessar rannsóknir leiddu til þróunar einnar vinsælustu húðvörulínu Guerlain: Abeille Royale.
Abeille Royale-húðvörurnar vinna gegn öldrunarmerkjum, draga úr ásýnd hrukkna, þétta húðina og auka ljóma hennar en yfir 90% innihaldsefna þeirra eru af náttúrulegum uppruna. Í hjarta formúlanna er „Dynamic Blackbee Repair Technology“ sem byggir á kraftmestu býflugnaafurðunum og sækir innblástur í nýjustu uppgötvanir taugavísinda til að örva náttúrulegt viðgerðarferli húðarinnar.
Vísindalega sannaðar formúlurnar innihalda meðal annars hið goðsagnarkennda Ouessant-hunang svörtu býflugunnar en hunangið og drottningarhunangið er rekjanlegt og afurðirnar ávallt fengnar frá býflugnaræktendum sem hafa velferð býflugnanna að leiðarljósi.
ENDURHEIMTU UNGLEGA ÁSÝND MEÐ 5 EINFÖLDUM SKREFUM:
1. Mýkjandi andlitshreinsun
Abeille Royale Cleansing Care-In-Mousse fjarlægir óhreinindi og farðaleifar án þess að raska jafnvægi húðarinnar. Lípíðperlur formúlunnar bráðna á húðinni og veita aukna mýkt en eftir andlitshreinsunina verður húðin sjáanlega rakameiri og unglegri.
2. Endurlífgandi næringarskot
Abeille Royale Advanced Youth Watery Oil auðveldar húðinni að endurnæra sig 9 sinnum hraðar. Þessi létta andlitsolía sér til þess að húðin verður þrýstnari, sléttari og ljómandi á augabragði.
3. Meðferð sem endurnýjar, lyftir og eykur ljóma
Abeille Royale Double R Renew & Repair Advanced Serum er tvívirkt andlitsserum þar sem tvennskonar tækni sameinast til að lyfta og endurnýja húðina í einu skrefi.
Með reglulegri notkun verður húðin sléttari, bjartari og þéttari auk þess sem svitaholur verða minna sýnilegar. Tilvalið er að nota Abeille Royale Double R Renew & Repair Eye Serum semhliða en þessi sértæka augnmeðferð dregur úr baugum og þrota ásamt því að slétta úr hrukkum og fínum línum.
4. Veldu andlitskrem sem hentar þínum þörfum
Innan Abeille Royale-húðvörulínunnar eru í boði þrennskonar andlitskrem til að mæta mismunandi húðþörfum ásamt margþættu næturkremi sem þróað var fyrir allar húðgerðir.
Abeille Royale Honey Treatment Day Cream: Dagkrem fyrir allar húðgerðir sem leiðréttir 4 sýnileg ummerki kollagentaps. Dag eftir dag verður húðin þéttari, sléttari og unglegri ásýndar.
Abeille Royale Honey Treatment Rich Cream: Dagkrem sérhannað fyrir þurrar og mjög þurrar húðgerðir sem leiðréttir 4 sýnileg ummerki kollagentaps. Endurnærðu húð þína á sama tíma og hún verður þéttari, sléttari og ljómandi á ný.
Abeille Royale Clarify & Repair Cream: Dregur sýnilega úr dökkum blettum og hrukkum ásamt því að bæta húðáferð en formúlan inniheldur meðal annars C-vítamín og hvítt hunang.
Abeille Royale Honey Treatment Night Cream: Einstakt næturkrem sem sækir innblástur til hunangsplástra en auk býflugnaafurða inniheldur formúlan fjölbrotna hýalúrónsýru og peptíð. Virknin nær djúpt niður í húðlögin til að endurheimta þéttleika húðarinnar og leiðréttir 4 sýnileg ummerki kollagentaps. Vaknaðu með þéttari og þrýstnari húð sem er unglegri ásýndar.
5. Sólarvörn sem dregur úr litamisfellum
Abeille Royale UV Skin Defense SPF 50 er hátæknileg sólarvörn sem endurlífgar ljómandi yfirbragð húðarinnar og dregur sýnilega úr framkomu dökkra bletta. Um leið og húðin er varin gegn útfjólubláum geislum, þá vinnur formúlan einnig að því að gera húðina þéttari auk þess að draga úr fínum línum og hrukkum.
NÁTTÚRULEG FEGURÐ ÞÍN Í AÐALHLUTVERKI
Eftir húðrútínuna til tilvalið að nota vel valdar förðunarvörur Guerlain til að undirstrika náttúrulega fegurð þína. Þær eru engu líkar, enda um að ræða franskt handverk sem byggir á tæplega 200 ára arfleifð.
Byrjaðu á að bera Terracotta Le Teint yfir allt andlitið í þunnu lagi og notaðu svo Terracotta Concealer undir augun eða þar sem þú þarft aukna þekju. Nýttu þér fjölþætta litatóna Terracotta Light til að framkalla sólkysst og ferskt útlit á skotstundu og gerðu varirnar ómótstæðilegar með KissKiss Bee Glow Lip Oil.