15. September 2023

Litríkar og bragðgóðar uppskriftir sem fjölskyldan elskar.

Við fengum hana Sylvíu Haukdal annar eiganda 17 Sorta og sælkera með meiru til þess að setja saman girnilegar uppskriftir þar sem eldgrillaði kjúklingur Hagkaups kemur við sögu. Eldgrillaði kjúklingurinn er ljúffengur einn og sér en það er bæði einfalt og fljótlegt að skera hann niður og bjóða upp á hina ýmsu rétti sem bæði gleðja augu og maga.

 

„Heilsa er fyrir mér jafnvægi en ekki að taka allt út sem flokkast ekki sem holl fæða. Við erum dugleg að bjóða upp á allskyns grænmeti og ávexti með mat sem og fjölbreytt kolvetni eins og hrísgrjón, kínóa og pasta. Uppskriftirnar sem ég deili með ykkur eiga það sameiginlegt að vera litríkar, einfaldar og fljótlegar. Það er tilvalið að fá börnin til þess að taka þátt í matargerðinni með ykkur og leyfa þeim að setja saman rétti – leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.“

Ómótstæðilegar kjúklingavefjur með hoj sin sósu

Stórar vefjur

Spínat

Kjúklingur

Vorlaukur

Sýrður rjómi

Hoi sin sósa

Sesamfræ

1. Við byrjum á því að smyrja sýrðum rjóma á vefjuna.

2.Næst röðum við spínati, kjúkling, sesamfræum og vorlauk í línu yfir og setjum hoi sin sósu yfir.

3.Rúllum vefjunni þétt saman og skerum í bita eða höldum heilli.

Kínóasalat með vatnsmelónu

1/2 vatnsmelóna

Kjúklingur

4 lauf grænkál

1 stk rauðlaukur

1/3 stk rauðkál (ferskt)

1 stk rauð paprika

150g kínóa

1 stk fetaostur (hreinn)

1 stk lime

2 msk ítalía ólivu olía

salt (eftir smekk)

pipar (eftir smekk)

3 msk balsamik

1. Við byrjum á því að sjóða 150g kínóa samkvæmt leiðbeiningum á pakkingu (muna að salta vatnið).

2.Skerum niður vatnsmelónu, rauðlauk,rauðkál, grænkál, papriku, kjúkling og fetaost.

3.Þegar kínóað hefur kólnað blöndum við öllu vel saman ásamt ólivuolíu, salti, pipar, balsamik og safan úr lime.

Pestósalat í einum grænum

300g Ítalía pastaskrúfur

kjúklingur

1 krukka grænt pestó

1 pakki kirsuberja tómatar

100 g ristaðar kasjúhnetur

1/3 poki spínat

Parmesanostur (eftir smekk)

salt (eftir smekk)

1.Sjóðum pastað eftir leiðbeiningum á pakkningu og kælum.

2. Hrærum pestó, kirsuberjatómötum, spínati, kasjúhnetum og parmesan yfir og söltum eftir smekk.