19. September 2024
Heilsumst á heilsudögum í Hagkaup
Það er komið að Heilsudögum í Hagkaup. Dagana 19.-29. september verða heilsudagar haldnir í annað sinn á árinu. Heilsudagar hafa verið haldnir tvisvar á ári frá árinu 2012 en á þeim býður Hagkaup upp á fjölbreytt úrval af heilsu- og lífstílsstengdum vörum.
Vítamín, prótein, grænmeti, hollur og fjölbreyttur matur og listinn er langur enda eru yfir þúsund vörur á sérstöku tilboði í öllum verslunum Hagkaups 19.-29. september. Þessir skemmtilegu dagar eru nýttir í að vekja áherslu á því frábæra úrvali af vörum sem í boði eru í verslunum Hagkaups og að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi.
Á Heilsudögum verður líka boðið upp á ýmsa skemmtilega viðburði en þar á meðan eru t.d. matreiðslunámskeið með áhrifavaldinum og matarsnillingnum Helgu Möggu. Á því námskeiði mun Helga Magga kenna gestum að reiða fram hollar og bragðgóðar veitingar meðan annars með kotasælu. Helga Magga hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum síðustu ár og þar hafa einfaldar og hollar uppskriftir hennar komið sterkar inn. Það verður því spennandi að sjá hvaða ráð og uppskriftir Helga sýnir á námskeiðinu. Skráning á námskeiðið fer fram hér.
Annar spennandi viðburður sem verður í boði er í samstarfsverkefni Hagkaups og Smáralindar. Þetta frábæra dúó ætlar að bjóða á fyrirlestur um breytingarskeiðið með Halldóru Skúladóttur. Þar mun Halldóra fara yfir hinar ýmsu hliðar breytingaskeiðsins, einkenni þess, áhrif á sambönd og framtíðarheilsu. Halldóra heldur úti vefsíðunni Kvennaráð. Skránin hér.