16. Maí 2023

Húðumhirða fyrir herra

Það er mikilvægt fyrir okkur öll að hugsa vel um húðina okkar. Húðin á andlitinu verður fyrir miklu áreiti yfir daginn og getur dregið í sig allskonar óhreinindi úr umhverfinu okkar. Það sem meira er þá reynir húðin að losa sig við mikið af óhreinindum yfir nóttina sem þá setjast á yfirborð hennar á meðan við sofum og því er jafn mikilvægt að hreinsa og næra húðina á morgnanna líkt og á kvöldin. Þetta á svo sannarlega líka við herrana og í þetta skipti langar okkur að setja fókusinn á þá og gefa ykkur strákar smá hugmynd um hvernig húðrútínan ykkar gæti litið út á morgnanna áður en farið er út í daginn.

Byrjum á því að hreinsa húðina.
Það er gott að velja sér mildan en áhrifaríkan hreinsi og Facial Fuel Energizing Face Wash For Men frá Kiehl‘s er til dæmis algjör negla. Hér höfum við frísklegan andlitshreinsi sem fjarlægir óhreinindi, umfram olíur og dauðar húðfrumur af húðinni án þess að þurrka hana upp. Þessi hressandi formúla inniheldur meðal annars koffín, E-vítamín og mentól sem saman gefa húðinni aukinn ferskleika og undirbúa hana fyrir húðvörurnar sem koma á eftir. Hreinsirinn er alveg laus við bæði paraben og alkóhól og hentar öllum húðgerðum.

Raki og næring fyrir viðkvæmt augnsvæði.
Þegar húðin er orðin hrein og fín er komið að því að næra hana eins vel og við getum og við byrjum á augnsvæðinu. Facial Fuel Eye Alert frá Kiehl‘s er létt og gott augnkrem fyrir herra sem dregur úr dökkum baugum og þrota á augnsvæðinu. Formúlan er kælandi og frískandi fyrir húðina en hún inniheldur meðan annars koffín og níasínamíð sem saman birta yfir, gefa ljóma og draga úr þrota. Mikill raki og góð kæling úr lítilli túpu. Augnkremið er án parabena og ilmefna og hentar öllum húðgerðum jafnvel þeim allra viðkvæmustu.

Þá er komið að því að næra restina af andlitinu.
Facial Fuel Daily Energizing Moisture Treatment er frábært andlitskrem til þess að undirbúa húðina fyrir daginn. Kremið er olíulaust og gengur hratt inn í húðina en gefur henni orku, raka og er algjör vítamínsprengja fyrir húðina. Kremið endurnærir og frískar uppá húðina ásamt því að vernda hana gegn umhverfisáreiti og streitu. Formúlan er laus við paraben og súlföt.

Varirnar þurfa líka sinn raka og ást.
Það vill gleymast að hugsa um varirnar en það er mikilvægt að gefa þeim sömu ást og umhyggju og restinni af húðinni. Kiehl‘s Facial Fuel Non-Shine Moisturizing Lip Balm er varasalvi sem gefur vörunum raka og róar þær ásamt því að vernda fyrir þurrki og umhverfisáhrifum. Ólíkt mörgum öðrum varasölvum er formúlan mött á vörunum og alveg laus við glans. Formúlan inniheldur meðal annars sheasmjör sem hjálpar okkur að viðhalda raka í húðinni. Þessi frábæra vara gefur vörunum mikinn raka, mýkir og sléttir.

Svo má aldrei gleyma sólarvörninni!
Sólarvörn er vara sem við eigum öll að nota alla daga allan ársins hring því hún verndar okkur ekki bara frá geislum sólarinnar heldur líka mengun og sindurefnum í umhverfinu okkar. Dermatologist Solutions UV Defence frá Kiehl‘s er létt og góð andlitssólarvörn sem inniheldur SPF 50 PA++++ sem verndar húðina gegn umhverfisáhrifum, UVA/UVB geislum og mengun. Formúlan er einstaklega létt og gengur hratt og örugglega inn í húðina og gefur matta áferð.

Kiehl‘s vörurnar eru fáanlegar í verslunum okkar í Kringlunni og Smáralind en þær má einnig versla hér á vefnum okkar.