8. Desember 2022

Húðumhirða í jólapakkann

Húðumhirða er alltaf að verða meira og meira í tísku og það er tíska sem ég tek svo sannarlega fagnandi. Það er nefnilega þannig að förðunin verður aldrei falleg ef ekki er hugsað almennilega um húðina sem undir henni er. Ég ákvað að taka saman nokkrar skemmtilegar húðumhirðu gjafaöskjur sem við bjóðum uppá núna fyrir jólin. Ég veit allavega að húðvörur leynast ansi oft í jólagjöfum frá mér.

húðumhirða, jólagjöf, gjafakassi, andlitshreinsir, c vítamín

NIP + FAB Vitamin C gjafakassi
Ljómandi góð hugmynd að gjöf fyrir þau sem vilja ljómandi húð. Gjafakassinn inniheldur Vitamin C Fix Cleanser, Vitamin C Fix Scrub og Viamin C Fix Face Mask. Hreinsir, maski og skrúbbur sem allir innihalda C vítamín sem vinna gegn litaójöfnum í húðinni og hjálpa til við framleiðslu kollagens. Hreinsirinn í þessu setti á fastann sess í sturtuhillunni hjá mér og húðin mín alveg elskar hann!

íslenskar húðvörur, serum, vinnur gegn öldrun húðarinnar, jólagjafakassi, jólagjöf, gjafakassi

ChitoCare Beauty Anti-Aging Repair Serum Sett

Er ekki tilvalið að gefa íslenskar húðvörur í jólapakkann í ár? Þessi fallega askja frá ChitoCare inniheldur Anti-Aging Repair serumið þeirra ásamt handáburði. Serumið vinnur gegn fínum línum og gefur húðinni góðan raka en það inniheldur meðal annars lífvirka efnið kítósan og hýalúrónsýru. Handáburðurinn er svo algjör snilld fyrir þurrar hendur í kuldanum í vetur og gefur höndunum góðan raka og næringu.

dr irena eris, jólagjöf, gjafakassi, húðumhirða

Dr Irena Eris Aquality Sett

Fallegt og mjög veglegt gjafasett frá snyrtivörumerkinu Dr Irena Eris. Settið inniheldur 50ml Aquility Intense Moisturizing Youth Cream, 30ml Hyper-Hydrating Recovery Cream og 50ml Bi-phase Make-up remover. Allar vörurnar eru léttar og góðar og gefa húðinni mikinn og dásamlegann raka. Vörurnar ættu að henta flestum húðgerðum. Aquality kremið er eitt af þeim kremum sem mér finnst frábært að eiga í förðunar kittinu mínu því það er svo létt og því fullkomið undir farða.

erborian, gift, gjöf. jólagjöf, húðumhirða, serum

Erborian From Erborian With Love

Í þessari fallegu gjafaöskju færð þú bæði Ginseng Super Serum og BB cream frá Erborian. Serumið er virkt serum sem vinnur gegn fínum línum í húðinni og inniheldur meðal annars ginseng og peptíð sem vinna að því að auka teygjanleika húðarinnar. Svo er BB créme algjör snilldar vara sem er í raun bæði farði og dagkrem í einni vöru! Kremið gefur létta til miðlungsþekju og skilur húðina eftir ótrúlega fallega. Settið er hægt að fá í tveimur litum.

Ef þið eruð ennþá í vafa hvað þið eigið að kaupa í jólapakkana þá er alltaf hægt að kíkja á jólasíðuna okkar hér og skoða sig í gegnum úrvalið, það er nóg til!