13. Febrúar 2023

Hugmyndir fyrir konudaginn

Valentínusardagurinn rétt runninn upp og þá hugum við að næsta degi sem er okkar alíslenski Konudagur en hann verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 20.febrúar. Þá þykir mér tilvalið að sýna ykkur nokkra af nýrri ilmunum okkar sem eru glæsilegir sem konudagsgjöf fyrir konurnar í lífi okkar.

versace, ilmur, dömu ilmur, konudagsgjöf

Versace Dylan Purple Pour Femme Eau De Parfum

Byrjum á því að koma því bara frá, en þessi flaska er guðdómlega falleg og myndi sóma sér vel á hvaða hillu sem er. Úr því að við höfum komið því frá þá er ilmurinn ekki síðri en flaskan sjálf. Safaríkur og fallegur ilmur með bergamíu, appelsínu, peru og fresíu svo eitthvað sé nefnt. En ilmurinn er svo ferskur, djúsí og virkilega góður. Algjörlega stöngin inn!

YSL, Le parfum, Black opium, konudagsgjöf, ilmur

YSL Black Opium Le Parfum

Nýr ilmur í hinni sí vinsælu Black Opium línu frá YSL. Þessi ilmur er dýpsti ilmurinn í línunni og er ilmur sem endist þér vel inn í nóttina. Ilmurinn er samspil svarts kaffis, kvenlegra hvítra blóma og vanillu. Glasið er mjög tignarlegt og fallegt og á að tákna fallegan svartan vínilkjól og glitrandi hjartað í miðju glasinu minnir mann helst á ljós borgarinnar sem blikka inn í nóttina. Dásamlegur ilmur sem sómir sér virkilega vel í þessum góða hópi Black Opium ilma.

Burberry, ilmur, her elixir, konudagsgjöf

Burberry Her Elixir de Parfum

Þessi ilmur er ilmurinn sem felldi mig algjörlega! VÁ, algjör skvísu ilmur sem er hannaður með konuna sem fer ótroðnar slóðir í huga. Ilmurinn er með grunn af vanillu og amber en inniheldur meðal annars að auki dökk ber, jarðarber, jasmín og sandalvið. Ótrúlega fallegur og mjúkur ilmur sem hrífur mann með sér. Flaskan er fallega ljósbleik og passar ilminum afskaplega vel.

Ilmvötn eru fullkomin í Konudagspakkann svo ef þið eruð að leita að einhverju fallegu fyrir konurnar í ykkar lífi er hægt að skoða alla dömuilmi hér. Svo er að sjálfsögðu hægt að kippa með sér blómvendi úr blómakælunum okkar og/eða súkkulaði fyrir sælkerana.

Höundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup