21. Febrúar 2024

Ilmandi konudagsgjafir

Konudagurinn rennur upp sunnudaginn 25. febrúar en þá er tilvalið að gera extra vel við konurnar í lífi okkar. Af þessu tilefni verða allir dömuilmir á 20% afslætti 22.-25. febrúar í verslunum Hagkaups og hér á hagkaup.is. Okkur langar að gefa ykkur hugmyndir af ilmum sem gætu hentað fyrir konurnar í ykkar lífi en hér að neðan eru fjórir frábærir ilmir sem eru hluti af frábæru úrvali ilma í verslunum Hagkaups.

Yves Saint Laurent – Libre L‘Absolu Platine
Libre línan frá YSL hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom á markað en þessi nýjasti ilmur í línunni er kröftugur ilmur sem kemur i glasi sem sameinar platínu og gull á fallegan hátt. Ilmurinn inniheldur meðal annars appelsínu- og lofnarblóm í bland við kraftmikið lavender. Ilmurinn er dýpri og ákafari en Libre ilmirnir sem á undan komu og er virkilega skemmtileg viðbót við línuna.

Tom Ford – Cafe Rose Eau de Parfum
Ilmirnir frá Tom Ford eru til sölu í verslun Hagkaups í Kringlunni og hér á Hagkaup.is. Þessi fallegi ilmur er skemmtileg blanda af fágaðri rós og dökku kaffi. Aðrar nótur í ilminum eru t.d. kóríander, patchouli, kardimomma, reykelsi og sandalviður. Glasið er einstaklega fágað og fallegt eins og öll ilmvatnsglösin frá Tom Ford eru.

Gucci – Flora Magnolia Eau de Parfum
Nýjasta viðbótin við Flora línuna sem kemur í klassísku blómaskreyttu Flora glasi í sætum fjólubláum lit. Ilmurinn inniheldur patchouli og magnolíu kjarna með daggarberja tón. Ilmurinn passar vel í Flora línuna og magnolían gefur honum skemmtilegan brag.

Carolina Herrera – Very Good Girl Glam Eau de Parfum
Kirsuber eru það sem skilgreinir og einkennir þennan ilm frá Carolina Herrera. Toppnóturnar eru nefnilega kirsuber en flaskan kemur líka í fallega kirsuberjarauðum lit með glimmeri og lítur út eins og hælaskór líkt og einkennir Good Girl ilmina. Aðrir tónar í þessum ilm eru t.d. rósavatn og burbon-vanilla, algjör „glam“ ilmur.

Úrvalið af ilmum er breitt og skemmtilegt og það má skoða alla ilmi með því að smella hér.