25. Október 2022

Ilmum vel í vetur

Eitt það besta við haustið er að flestir ilmvatnsframleiðendur koma út með ný og frábær ilmvötn fyrir haustið og veturinn. Ég elska svo innilega að fara í verslanir og þefa og vonast til að rekast á nýjan uppáhalds ilm fyrir haustið, jafnvel tvo! Ég er með nokkra fyrir veturinn, enda ekkert eðlilega mikið af nýjum og girnilegum ilmvötnum komin á vefinn hjá okkur. Mig langar að segja ykkur frá þrem ilmvötnum sem ég hef gjörsamlega fallið kylliflöt fyrir síðustu vikur.

Eternity Eau De Parfum Intense for Women frá Calvin Klein

Okei, ég ætla að leyfa mér að ganga svo langt að segja að þetta er ein mest sexý lykt sem ég hef fundið! Þetta ilmvatn inniheldur tyrkneska rós, jasmín og kasmír, sandalvið og sedrusvið í grunninn og er kryddaður blómailmur innblásinn af ástríðu rómantísks sólarlags. Ég hef baðað mig upp úr þessu nánast fyrir nokkur kvöld þar sem ég hef kíkt út á lífið, finnst gott ilmvatn alveg kóróna gott dress og fallega förðun. Þessi elska fær allavega fullt hús stiga frá mér, flaskan er líka falleg og sómar sér mjög vel í hillu.

Paradoxe Eau de Parfum frá Prada

Nýr og glæsilegur ilmur frá Prada kom í verslanir fyrir stuttu. Fallegur og ferskt ilmvatn sem ilmar svolítið eins og glæsilegur blómvöndur. Ilmvatnið inniheldur appelsínublóm, white musk og amber. Ilmurinn hentar við hvaða tilefni sem er og er svo góður. Glasið er minimalískt og fallegt, þríhyrningur sem sómar sér virkilega vel í hillu. Ég er í það minnsta afskaplega hrifin af þessu nýja ilmvatni frá Prada og skarta því mjög reglulega!

 

Naked Fantasy Eau de Toilette frá Britney Spears

Ég held ég vaxi aldrei uppúr Britney ilmvötnunum, enda engin þörf til þegar hún kemur út með ný og góð ilmvötn reglulega. Þetta nýja ilmvatn er svo djúsí og inniheldur safaríkan sítrus, sólber og epli ásamt ferskjum, osmanthus blómum og vatnaliljum. Ilmurinn er sætur blóma, vanillu og ávaxta ilmur sem hentar fullkomlega dagsdaglega, og það góða er að 30 ml glasið hentar vel í veskið svo það hefur verið svolítið með mér á ferðinni upp á síðkastið. Glasið er hið klassíska Britney ilmvatnsglas í fallegum ferskjulit með steinum og glamúr. Þetta nýja kemst mjög nálægt því að verða uppáhalds Britney ilmvatnið mitt ásamt Midnight Fantasy, ég get allavega mælt mikið með.

 

Þessi þrjú ilmvötn hér að ofan eru líklega eins ólík og þau eru mörg. Ég er allavega þeirrar skoðunar að það má finnast mismunandi ilmvötn frábær og skipta reglulega um ilm, ég elska ilmvötn óþarflega heitt en það er bara eins og það er.

Ef þú ert að leita þér að góðu ilmvatni fyrir veturinn, eða bara almennt þá er úrvalið á vefnum hjá okkur alveg frábært. Það má skoða bæði dömu og herra ilmvötn með því að smella hér (https://www.hagkaup.is/snyrtivara/ilmur).

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup