28. Desember 2023

Ísbjarnar sykurpúðar

Sylvía Haukdal bjó til þessa skemmtilegu ísbjarnar sykurpúða og deilir hér með okkur uppskrift.

8stk gelatinblöð

170g cornsyróp

300g sykur

170g vatn

4stk eggjahvítur

1 1/2tsk vanilludropar

Flórsykur

Matartússpenni

Aðferð:

1. Við byrjum á því að setja gelatinblöð í ískalt vatn.

2. Næst setjum við cornsýróp, sykur og vatn í pott og sjóðum þar til blandan er komin í 113 gráður.

3.Á meðan sýrópið er að sjóða stífþeytum við eggjahvítur til hliðar.

4. Þegar sírópið er komin upp í 113 gráður tökum við það af hitanum og hrærum gelatinblöðunum varlega samanvið.

5.Næst hellum við sýrópinu í mjórri bunu í eggjahvíturnar og höldum áfram að þeyta.

6.Bætum vanilludropum saman við og þeytum í 10-12 mínútur 7.Setjum vel af flórsykri á bökunarpappír og sprautum litla sæta ísbirni ofaná flórsykurinn. Setjum síðan vel af flórsykri yfir ísbirnina og leyfum að standa í 6-8klst.

8. Að lokum dustum við flórsykurinn af ísbjörnunum og teiknum augu og nef með matartússpenna á þá. (Hægt er að nota bleikan duftlit fyrir

kinnarnar)