21. Nóvember 2023

Jólagjafir fyrir herrana

Það styttist í jólin og mörg farin að huga að jólagjöfum. Í snyrtivörudeild Hagkaups er svo sannarlega hægt að finna jólagjafir fyrir öll og við ætlum að deila með ykkur nokkrum skemmtilegum hugmyndum fyrir herrana í lífi ykkar.

Armani Acqua Di Gio Homme Holiday Set

Þessi askja er frábær hugmynd fyrir þá herra sem hafa mikinn áhuga á ilmvötnum en hún inniheldur þrjú 15 ml ilmvatnsglös. Acqua Di Gio EDT, Acqua Di Gio EDP og Acqua Di Gio Le Parfum. Þrír frábærir ilmir og askjan gefur möguleikann á að prófa þá alla.

Burberry Hero EDP gjafakassi

Önnur gjöf fyrir þá sem elska góð ilmvötn. Um er að ræða Burberry Hero sem er annar ilmurinn í Burberry línunni en ilmurinn samanstendur af furunálum, bensíón og reykelsi en grunnurinn er serdrusviðarolía. Algjörlega skotheldur ilmur en í öskjunni kemur 100ml glas ásamt 10ml ferðaglasi.

NIP+FAB Hyaluronic Fix AM to PM Trio

Það er ekki minna mikilvægt fyrir herra að hugsa um húðina en dömurnar og þess vegna geta húðvörur verið frábærar í jólapakkann. Þessi gjafakassi frá Nip+Fab inniheldur þrjár vinsælar vörur úr Hyaluronic Fix línunni þeirra. Vörurnar sem koma í öskjunni eru Hyaluronic Fix Extreme 2% sem er algjört rakaskot fyrir húðina. Hyaluronic Fix Extreme Serum 2% sem róar og nærir húðina og veitir raka. Síðast en ekki síst er það Hyaluronic Fix Extreme Hybrid Gel Cream 2% sem er þyngdarlaust gel-krem sem gefur húðinni raka og fyllingu inn í daginn. Algjör snilldargjöf fyrir húðina!

L‘Oréal Paris MenExp Turn the Energy On

Klassískur gjafakassi með vörum úr herralínu L‘Oréal Paris. Pakkinn inniheldur frábæran andlitshreinsi og rakakrem sem er tilvalið að hafa í baðskápnum eða í íþróttatöskunni. Það þurfa allir herrar að eiga góðan hreinsi og krem og því er þessi askja tilvalin jólagjöf sérstaklega fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í húðumhirðu.

Úrvalið er svo mikið af frábærum gjafaöskjum og það er hægt að skoða allar öskjur fyrir herra með því að smella hér. Snyrtivörur eru frábær jólagjöf sem klikkar seint. Ef þið eruð enn í vandræðum þá er um að gera að kíkja við í næstu verslun Hagkaups og starfsfólkið okkar hjálpar ykkur að finna jólagjafirnar fyrir herrana ykkar!