4. Júní 2024

Kínóasalat í sumarbúningi

Matarmenn skelltu í sumarlegt kínóa salat með dásamlegri dressingu og hentar salatið til dæmis einstaklega vel með góðum grilluðum fisk.

Uppskrift:
1 bolli kínóa
2 bllar vatn
2 msk fljótandi nautakraftur
1 grænt epli
1/2 agúrka
1/2 rauðlaukur
1 rauð paprika
2/3 bolli steinselja
3 vorlaukar
Fetaostur eftir smekk 
Furuhnetur eftir smekk 

Dressing
1/2 bolli ólífuolía
1 msk sauðvínsedik
Safi úr 3 sítrónubátum
1 msk hunang
Salt eftir smekk
Pipar eftir smekk
1 kreistur hvítlauksgeiri

Setjið vatn og kraft í pott og fáið upp suðu (1 hluti kínóa á móti 2 hlutum af vatni). Þegar suða hefur náðst er kínóað sett ofan í, lok yfir og lækkað um 2-3 á helluborðinu. Leyfið að sjóða í 15 mínútur og takið svo pottinn af helluborðinu og leyfið að standa í 15 mínútur.

Skerið niður allt grænmeti og ávexti og setjið saman í skál. Blandið dressingunni í skál og setjið til hliðar. Þegar kínóað hefur staðið í 15 mínútur er dressingunni helt saman við grænmetið og velt saman við. Nú fer kínóað saman við ásamt fetaosti og furuhnetum og blandað vel saman.