jólagjafahugmyndir jólagjafir

2. Desember 2022

Jólagjafahugmyndir fyrir kósý týpuna

Við þekkjum öll fólkið sem elskar kósýkvöld, dekur og dúllerí og mér finnst ótrúlega gaman að gefa því fólki jólagjafir. Það eru svo mörg dásamleg gjafasett til hjá okkur núna sem eru tilvalin í jólapakkana handa þessum dekurdúllum.

bondi faves vinsæl brúnka brúnkufroða

Bondi Sands Essential Gift Set

Frábær gjöf fyrir þann sem elskar fallega brúnku og er jafnvel mikið á ferðinni. Settið inniheldur Self Tanning Foam Dark (ferðastærð), Self Tan Eraser (ferðastærð), Gradual Tanning Milk (ferðastærð), brúnku hanska og dásamlegan kókoshnetu varasalva. Allt sem þarf fyrir hátíðar brúnkuna. Vörurnar innihalda allar húðbætandi efni og gefa henni því raka og næringu og ilma dásamlega. Algjört snilldar sett í jólapakkann, eða bara fyrir þig til þess að prófa frábæru Bondi Sands brúnku vörurnar!

kiehls maskar jólagjöf

Kiehl’s Merry Masking

Maska sett drauma minna! Þrír frábærir maskar í fallegri gjafaöskju sem er tilvalin í jólapakka dekurdýrsins. Maskarnir þrír sem fylgja í settinu eru allir 28 ml og eru Rear Earth Deep Pore Cleansing Mask, Calendula Petal-Infused Calming mask og Turmeric & Cranberry Seed Energizing mask. Þessi maskaþrenna hjálpar þér við að draga fram heilbrigði, ferskleika og ljóma húðarinnar og það besta er að þeir henta öllum húðgerðum, jafnvel viðkvæmum! Ég mæli þó alltaf með að prófa alla maska á smá blett til að byrja með áður en maskanum er makað á allt andlitið.

kaffiskrúbbur andlitsskrúbbur

Frank Body Dirty Duo Kit
Það er eitthvað svo ferlega skemmtilegt við kaffi skrúbba, lyktin og áferðin gefur ákveðið orkuskot. En ég er mjög hrifin af skrúbbunum frá Frank Body og þetta ferðasett er geggjuð hugmynd í jólapakkann til þess að gefa þeim sem þér þykir vænt um tækifæri til þess að prófa þessar flottu vörur. Settið inniheldur Original Coffee líkamsskrúbbinn og Original andlitsskrúbb. Svo skemmir ekkert fyrir hvað vörurnar eru í fallegum og skemmtilegum umbúðum.

 

Ég gæti skrifað tuttugu blaðsíður um alla þá frábæru dekurpakka sem eru til, en það er líklega einfaldara að þið kíkið á úrvalið hér.
Það er frábær hugmynd að gefa dekur og notalegheit í jólagjöf.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup