6. September 2024
Kraftmikil nýjung frá Bioeffect: EGF Power Eye Cream
Nýja EGF Power Eye Cream byggir á velgengni BIOEFFECT Power-vörulínunnar og sameinar framúrstefnulega plöntu-líftækni með sérlega öflugri blöndu innihaldsefna til hægja á öldrun húðar.
Sérstaklega þróað fyrir viðkvæma augnsvæðið.
EGF Power Eye Cream er öflug blanda hreinna og virkra innihaldsefna sem vinna af krafti gegn öldrun húðarinnar og veita andoxunarvirkni á mildan en áhrifaríkan hátt. Þetta kraftmikla augnkrem inniheldur BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor), virka lykilinnihaldsefnið okkar, að auki fimm annarra virkra lykilefna til að takast á við fínar línur og hrukkur, bauga, þrota og þurrk á áhrifaríkan hátt á viðkvæmu augnsvæðinu.
Eiginleikar og áhrif:
· Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
· Eykur þéttleika og húðin virðist stinnari
· Dregur úr baugum, þrota, þreytumerkjum og slappleika
· Jafnar húðlit og dregur úr litamisfellum
· Eykur rakabindingu
· Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega þroskaðri og þurri húð
· Án ilmefna, alkóhóls, parabena, sílikon-efna og glútens
· Prófað af húð- og augnlæknum
Öflug innihaldsefni sem takast á við fínar línur og hrukkur, bauga, þrota og þurrk.
BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor)
Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.
Koffín
Dregur úr þrota og baugum á meðan það bætir smáæðablóðrásina og nærir augnsvæðið. Býr yfir andoxunarvirkni sem hjálpar til við að vernda húðina fyrir UV-geislum og skemmdum.
Bakúsíól
Náttúrulegt innihaldsefni sem býr yfir sambærilegri virkni og retínól. Minnkar ásýnd fínna lína og hrukka og bætir húðtón og áferð án þess að erta húðina.
Níasínamíð
Einnig þekkt sem B3-vítamín. Bætir áferð, jafnar húðlit og eykur ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína.
Seramíð
Eykur raka í húðinni svo hún verður þéttari ásýndar. Seramíð hjálpar til við að lágmarka þrota og að baugar myndist með því að endurheimta raka og þéttleika augnsvæðisins.
Bygg ekstrakt (Barley seed extract)
Öflugt innihaldsefni ríkt af peptíðum og andoxunarefnum. Minnkar ásýnd fínna lína og hrukka.
Upplifðu sýnilegan og staðfestan árangur.
Augnkremið er best að nota kvölds og morgna, samhliða EGF Power Serum eða EGF Power Cream fyrir hámarksvirkni. Hentar öllum húðgerðum en er tilvalið fyrir þurra og þroskaða húð. EGF Power Eye Cream gengur vel inn í húðina og veitir sýnilegan árangur.