28. September 2023
Lancôme Rénergie H.C.F Triple Serum
Vikuna 28. september – 4. október eru allar vörur frá Lancôme á 20% afslætti og kaupauki í boði fyrir þau sem versla vörur frá merkinu fyrir 12.500kr eða meira. Lancôme bjóða upp á mjög fjölbreytt úrval af húðvörum, förðunarvörum og ilmvötnum en að þessu sinni ætlum við að leggja áherslu á húðvörurnar.
Hér er um að ræða kröftugt serum sem vinnur gegn öldrunar einkennum húðarinnar. Serumið vinnur meðal annars gegn hrukkum og dökkum blettum. Serumið sameinar krafta hýalúrónsýru, C vítamín + Níasínamíð og Ferúlínsýru en öll innihaldsefnin eru í hámarksstyrk til þess að hafa leiðréttandi og nærandi áhrif á húðina. Innihaldsefnin eru hvert og eitt verndað í sínu hylki þar sem þau eru vernduð gegn ljósi, súrefni og óhreinindum en þegar þeim er pumpað úr pumpunni blandast þau saman og sameina þar krafta sína fyrir húðina.
Það er tilvalið að para þetta serum með t.d. Rénergie H.P.N. 300-Peptide kreminu fra Lancôme en það styrkir náttúrulega endurnýjun húðarinnar.
Með þessari tvennu er húðin full af góðum raka og næringu inn í daginn.
Allar vörur frá Lancôme má finna hér og það er að sjálfsögðu afsláttur bæði hér á vefnum og í verslunum Hagkaups.