Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

11. Apríl 2024

Lancôme á 30% afslætti til 17. apríl

11.-17. apríl verða allar vörur frá Lancôme á 30% afslætti auk þess sem veglegur kaupauki fylgir með þegar verslaðar eru vörur frá merkinu fyrir 14.900 kr eða meira. Lancôme er vörumerki sem framleiðir húðvörur, förðunarvörur og ilmi en vörur úr öllum þessum flokkum hafa notið mikilla vinsælda hjá okkur.

Ein vinsælasta varan frá Lancôme er Teint Idol Ultra Wear farðinn en hann kom í nýrri endurbættri formúlu á síðasta ári. Farðinn er með náttúrulega matta áferð og gefur fulla þekju. Það er einstaklega auðvelt að vinna með farðann og byggja hann upp en formúlan er þunn og andar vel. Farðinn inniheldur 81% húðvörur á borð við e vítamín og hýalúrón sýru svo hann gefur húðinni ekki bara fallega áferð og þekju heldur næringu á sama tíma.

Það er upplagt að para farðann með öðrum vörum frá Lancôme til þess að ná fram hinni fullkomnu förðun en Teint Idol Ultra Wear All Over Concealer er alhliða hyljari sem líkt og farðinn er byggður upp með húðbætandi innihaldsefnum. Hyljarinn er með sveigjanlegum og góðum pensli sem hjálpar til við ásetningu hans.

Það er hægt að skoða allar vörur frá Lancôme með því að smella hér en svo taka sérfræðingar Lancôme brosandi á móti ykkur í næstu verslun Hagkaups og aðstoða með val á vörum, hvort sem það eru ilmir, húð-, eða förðunarvörur.