4. Nóvember 2025
Stóri Láru og Ljónsa dagurinn
Láru og Ljónsa dagurinn verður fyrir framan Hagkaup í Smáralind laugardaginn 8. nóvember kl. 14, þar sem nýjustu Lárubækurnar verða í boði á sérstöku kynningarverði.
Dagskráin hefst klukkan 14:00 þegar Birgitta og Saga Júlía, dóttir hennar, taka á móti gestum og syngja nokkur lög til að skapa skemmtilega stemningu.
Klukkan 14:30 mætir Bjarni, sem leikur Ljónsa í Þjóðleikhúsinu, á svæðið og hittir aðdáendur.
Eftir það, frá klukkan 14:50 til 16:00, verður boðið upp á veitingar og tónlist. Birgitta verður einnig á staðnum til að árita bækur og spjalla við gesti.
Þetta verður notaleg og fjölskylduvæn stund fyrir alla aðdáendur Láru og Ljónsa. Hlökkum til að sjá ykkur!