Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

1. Júlí 2024

Einföld laxaskál

Helga Magga skellti í einfalda og ljúffenga laxaskál sem er tilvalin í hádeginu eða á kvöldin.

Laxinn er kryddaður með salti, pipar, hvítlauk og chilli. Sama krydd er sett á edamame baunirnar ásamt smá olíu. 

Edamame baunirnar eru grillaðar í um 12-14 mínútur. Laxinn er grillaður í um 10-12 mínútur, 6 mínútur á hvorri hlið. 

Sjóðið hrísgrjón og setið í botninn á skálinni, laxinn svo settur þar ofan á og rifinn niður með gaffli. Sweet chilli sósa sett yfir eftir smekk, um 30-50 ml og þessu blandað saman. 

Skerið niður gúrku og gulrætur og setjið ofan á laxinn, ásamt grilluðu edamame baununum og niðurskornum vorlauk. Að lokum er svo gott að setja sriracha mayo sósu yfir alla skálina. 

Einfalt, fljótlegt og gott!