21. Júní 2022

Litríkir augnblýantar

Lítríkir augnblýantar hafa verið mikið í tísku undanfarið og því meiri litur eða óregluleg mynstur því betra! Ég persónulega elska þetta trend af því að litir veita svo mikla gleði og geta gert svo ótrúlega einfalda förðun að listaverki. Mig langar í þessari færslu að segja ykkur frá nokkrum æðislegum augnblýöntum sem fást á vefnum hjá okkur.

Le Stylo Waterproof - Lancôme

Frábær mjúkur og vatnsheldur blýantur frá Lancôme sem kemur í níu mismunandi litum. Litirnir eru kannski ekki þeir skærustu í litapallettunni en eru frábærir fyrir þau sem vilja bæta smá lit í förðunina án þess að fara í skæra liti. Um er að ræða skrúfblýant með mjúkum svampi á öðrum endanum sem er algjör snilld ef þú vilt blanda línuna út og fá smá smokey áferð.

Epic Smoke Liner - NYX Professional Makeup

Þessi er hinn fullkomni blýantur í smokey liner! Kemur með bursta á öðrum endanum til þess að blanda línuna út. Blýanturinn sjálfur er skáskorinn skrúfblýantur og mjög þægilegur í notkun, mjúkur og með góða endingu. Epic Smoke Liner kemur í tólf mismunandi litum, allt frá svörtum og upp í fjólubláa, græna og appelsínugula!

 MicroLiner Ink - Shiseido

Þessi augnblýantur er algjör himnasending! Hann er örfínn og svo mjúkur og litsterkur. Hér er enn og aftur um að ræða skrúfblýant en hann kemur í 10 mismunandi litum, allt frá svörtum upp í gula, fjólubláa og rauða. Þessi hentar mjög vel í línur með smáatriðum eða línum með oddmjóum spíss. MicroLiner Ink er með allt að 24 klukkustunda endingu!

 Double Wear Stay-in-Place Eye Pencil – Estée Lauder

Eini blýanturinn í dag sem ekki er skúfblýantur! En hann slær hinum ekki slöku við og er mjög endingargóður og litsterkur blýantur sem kemur í níu mismunandi litum. Blýanturinn kemur með blöndunar odd á öðrum endanum og litinn á hinum. Hentar vel í smokey liner og einnig í skarpa línu en bæði geta rammað augun fallega inn.

Það er mjög gott úrval af augnblýöntum og blautum eyelinerum á vefnum hjá okkur sem þið getið skoðað hér.

Ég hvet ykkur öll til þess að nýta sumarið í að prófa ykkur áfram með litríkar og skemmtilegar farðanir, það er svo ótrúlega gaman að breyta til!

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.