18. Apríl 2024

Ljómatvennan frá YSL

Dagna 18.-24.apríl eru allar vörur frá Yves Saint Laurent á 30% afslætti í verslunum Hagkaups og hér á hagkaup.is. Mörg þekkja YSL helst fyrir þeirra vinsælu ilmi á borð við Black Opium og Libre en aðrir þekkja merkið fyrir gullpennann svokallaða sem réttu nafni heitir Touche Éclat Illuminating Pen. Hér að neðan ætlum við að kynna ykkur örlítið betur fyrir þessari frábæru snyrtivöru og hvernig hægt er að nýta hana í förðunar rútínuna.

Touche Éclat Illuminating Pen er í grunninn ljómapenni með formúlu sem minnir á léttan hyljara, en það er einmitt ein leið til þess að nota pennann. Gullpenninn er ein vinsælasta förðunarvara YSL en hann lýsir upp dökka skugga, endurkastar ljósi og fyllir andlitið af ljóma. Það er hægt að nota hann eins og hyljara til þess að birta upp augnsvæðið og gefa því ljóma en það er líka upplagt að nota hann til þess að draga fram og birta upp önnur svæði andlitsins.

Til dæmis er tilvalið að nota pennann undir augabrún til þess að gefa því svæði ljóma og lyftingu, efst á kinnbein eða jafnvel meðfram vara línu til þess að birta það svæði og draga það enn frekar fram. Það er svo kjörið að nota þessa léttu og fallegu förðunarvöru sem grunn undir augnskugga, eða hreinlega sem augnskugga og setja hann bara með léttu púðri.

Penninn lýsir samstundis upp þau svæði sem hann er borinn á og gefur náttúrulega og ljómandi áferð. Pennann er hægt að nota einan og sér fyrir létta förðun en einnig hægt að nota hann með farða eins og til dæmis All Hours farðanum en hann má líka nota með öðrum hyljara eins og  Touche Éclat Cover Concealer en hann er tilvalinn fyrir dökka bauga og aðra staði sem þurfa meiri þekju en Touche Éclat Illuminating pen gefur. Frábær tvenna fyrir þau sem vilja gæði, þægindi og fallegan ljóma.

Það er hægt að skoða allar vörur frá YSL með því að smella hér og sérfræðingar frá YSL verða í verslunum okkar og veita ráðgjöf með val á vörum 18.-24.apríl svo það er um að gera að kíkja við og skoða úrvalið.