nagladekur, naglaumhirða, neglur, naglalakk

10. Janúar 2023

Naglaumhirða

Að huga vel að nöglunum er góður þáttur í almennu hreinlæti. Neglurnar okkar vernda fingurna fyrir allskonar sýkingum og bakteríum og því er mikilvægt að hugsa vel um þær. Það er líka bara svo ótrúlega kósý að setjast niður og dunda sér í smá nagladekri þegar maður hefur lausa stund.

Naglaböndin:

Naglaböndin eru húðin umhverfis nöglina og það er mikilvægt að snyrta þau. Þau geta nefnilega farið að vaxa upp á nöglina og rifnað og verið til vandræða. Til þess að snyrta naglaböndin er hægt að nota lítið þar til gert tréprik eða jafnvel Professional Cuticle Pusher & Cleaner frá Elegant Touch. Það er mikilvægt að ýta naglaböndunum varlega niður og prófa sig áfram, ekki nota of mikið afl, þess á ekki að þurfa. Sumir vilja klippa naglaböndin af þegar þeim hefur verið ýtt af nöglunum en það þarf að fara mjög varlega þar og passa að klippa sig ekki til blóðs. Það eru til sérstök naglabanda skæri frá Elegant Touch sem eru kjörin í þetta skref. Eftir að neglurnar hafa svo verið lakkaðar er mikilvægt að gefa naglaböndunum næringu og raka með því að nota góða naglabanda olíu eins og til dæmis Pro Spa Nail & Cuticle Oil frá OPI.

Undirbúningur fyrir naglalökkun:

Ef neglurnar þínar eru viðkvæmar og þurfa einhverja smá auka ást áður en þú naglalakkar þig mæli ég eindregið með því að skoða allt það úrval sem er til af naglameðferðum hjá okkur hér. Það skiptir ekki máli hvort þær eru þurrar og sprungnar, linar, eða með misfellum það eru til meðferðir við flestum nagla-vandamálum.

nagladekur, naglaumhirða, naglalakk

Ef þér finnst þú þurfa að klippa neglurnar þá gerir þú það annað hvort með naglaklippum eða góðum nagla skærum og svo er mjög gott að nota naglaþjöl til þess að móta neglurnar og rúna aðeins brúnirnar á þeim svo þær séu nú ekki of hvassar. Þegar við erum orðin sátt við lögun á nöglunum er hægt að byrja að lakka! Sumir velja að nota undirlakk undir naglalakkið, en ef þú hefur notað einhverja af nagla meðferðunum eru þær líka fínar sem undirlakk. Dæmi um undirlakk sem undirbýr neglurnar fyrir lökkun er Base Coat Here to Stay frá Essie.

Úrvalið af naglalökkum er svo auðvitað nánast endalaust og ég held að flest ættu að geta fundið sér lit við hæfi en hægt er að skoða úrvalið á vefnum hér.

Eftir naglalökkun:

Fyrir þau okkar (já mig líka) sem erum óþolinmóð og höfum almennt ekki tíma í að bíða eftir því að naglalakk þorni eru til snilldar vörur sem flýta fyrir því að naglalakkið þorni! Til dæmis eru Dry and Dash droparnir frá Nailberry sem stytta tímann sem það tekur naglalakk að þorna og vinnur gegn því að það flagni jafn hratt. Svo er hægt að toppa lakkið með því yfirlakki sem hentar hverju sinni en þau eru til í ótal tegundum fyrir nánast hvaða áferð þú vilt hafa á lakkinu. Hægt er að skoða úrval yfirlakka hér.

Ég mæli svo með því að enda þetta nagladekur á góðum handaáburði til þess að gefa höndunum góðan raka. Allar naglaumhirðuvörur í vefverslun má finna hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup