Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir helgina 24.–25. maí

5. Maí 2024

Nýjar og spennandi snyrtivörur á Tax Free

Allar snyrtivörur eru á Tax Free til 8. maí en það er upplagt að nýta tækifærið til þess að fylla á uppáhalds snyrtivörurnar eða til þess að prófa nýjar og spennandi vörur. Vorið er nefnilega sá tími þar sem nýjungarnar streyma inn í verslanir okkar og það er svo margt spennandi mætt í búðirnar. Í tilefni Tax Free ætla ég að fara yfir fjórar vörur sem við höfum nýlega fengið í sölu og erum virkilega spennt fyrir.

Clean Blonde Damage Rewind – Fudge Professional
Við tökum virkilega fagnandi á móti þessu flotta hárvörumerki í úrvalið hjá okkur en Fudge Professional eru sérstaklega þekkt fyrir frábærar hárvörur fyrir ljóst hár. Fjólubláa sjampóið sem ræðir um hér inniheldur fjólubláar litaragnir sem hjálpar til við að losa við gula tóna úr ljósu hári. Sjampóið inniehldur líma Opti-plex sem byggir hárið upp, styrkir það og hjálpar til við að viðhalda raka. Þetta sjampó er algjör snilld á milli þess sem hárið er litað og hentar vel fyrir efnameðhöndlað hár.

Duck Plump Lip Laquer – NYX Professional Makeup
Varagloss sem gefur vörunum extra „plump“ og lætur þær virka stærri en þær eru. Glossarnir hafa notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum hérlendis sem og erlendis síðustu misseri en þeir koma í mörgum fallegum litum. Glossarnir innihalda engifer en það er það innihaldsefni sem gefur vörunum örlítið kitl og fyllinguna. Mjög skemmtilegir glossar fyrir þau sem vilja gefa þeim meiri fyllingu og góðan glans.

Mod Vanilla EDP – Ariana Grande
Ilmur sem mörg hafa beðið spennt eftir enda hafa ilmirnir frá Ariana Grandi yfirleitt notið mikilla vinsælda. Þessi ilmur er mjög grípandi og skemmtilegur en hann inniheldur meðal annars bleika fersíu, dökkar plómur, kremaða musk tóna, vanillu, orris og jasmine. Ilmurinn er mjúkur og góður og glasið virkilega skemmtilegt og fallegt. Frábær ilmur fyrir vorið og sumarið.

The Rose One Tinted Lip Balm – Hello Sunday
Varasalvi með lit sem verndar varirnar með SPF50 hljómar vel. Þessi litaði varasalvi er bæði mýkjandi og rakagefandi og áferðin á honum er glosskennd og falleg. Varasalvin gerir varirnar ekki bara virkilega fallegar heldur inniheldur hann næringu fyrir varirnar í innihaldsefnum eins og sheasmjöri og hýalúrón sýru. Svo má ekki gleym að hann verndar varirnar fyrir UCA og UVB geislum sólarinnar.

Þetta er bara lítið brot af þeim nýjungum sem eru komnar í verslanir Hagkaups og á hagkaup.is en það er um að gera að kíkja við í verslunum eða skoða allar snyrtivörur með því að smella hér.

*Tax Free jafngildir 19,36% afslætti.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup