16. Febrúar 2023

Nýr ilmur frá Armani

Dagana 16.-21.febrúar er 20% afsláttur af öllum vörum frá Armani. Af þessu tilefni langar okkur að segja ykkur frá nýjasta dömuilminum frá merkinu, My Way Parfum.

Armani, My way parfum, new, nýtt, ilmvatn, ilmur, Georgio Armani

Um er að ræða ríkulegan ilm með viðar- og duftkenndum nótum sem fangar andstæður hvítra liljublóma og glæsileika Íris blóma. Ilmurinn er sá þriðji í My Way línunni og sá þyngsti. Ilmurinn opnast með ferskum sítruskeim af bergamot olíu og blandast appelsínublómaangan í beiskri appelsínuolíu. Hjarta ilmsins eru svo blómin, liljublóm og Íris en grunnurinn er púður- og viðarkenndur með fyllingu frá sedrusviði og mildri vanillu.

Sydney Sweeney, Armani, ilmvatn

Á sama tíma og Armani kynna til leiks þennan fallega ilm kynnir merkið einnig fyrir okkur nýtt andlit My way línunnar, leikkonuna Sydney Sweeney. Sydney er ein af þeim skærustu, rísandi stjörnum í Hollywood þessi misserin en hún hefur fengið mikið lof fyrir hlutverk sitt sem Cassie Howard í HBO dramaþáttunum Euphoria.

Til þess að skoða vörurnar frá Armani má smella hér. Það er frábært úrval af góðum herra- og dömuilmum frá merkinu og um að gera að nýta sér afsláttinn til þess að næla sér í góðan ilm fyrir vorið sem fer vonandi að láta sjá sig.