22. Desember 2023

Rauðar jólaneglur

Það er mjög jólalegt að vera með rauðar neglur og það er svo sannarlega hægt að finna allt sem þarf fyrir það hér á hagkaup.is og í verslunum Hagkaups. Hvort sem þú vilt naglalakk eða einfalda lífið til muna með gervinöglum þá færð þú allt til alls hjá okkur.

Le Temps/Mystique Red 2 pack – Nailberry

Tvö dásamlega falleg rauð naglalökk saman í pakka, tilvalin fyrir jólin og Kertasníkir, ef þú ert að lesa þá er örugglega fullt af fólki þarna úti sem yrði yfir sig ánægt með þessa tvennu í skóinn á aðfangadag. Annað lakkið er með smá extra sanseringu og örlítið meiri berjatón en bæði mjög jólaleg og falleg.

Full Blast 927 – Essie

Virkilega fallegt rúbínrautt naglalakk með bláum undirtón. Þetta naglalakk er fyrir þau sem vilja aðeins dýpt í rauðan tón á neglurnar fyrir jólin. Hátíðlegur og fallegur litur sem sómar sér vel á hvaða nöglum sem er. Blái undirtónninn gefur naglalakkinu aðeins meiri berjatón sem er mjög skemmtilegur.

imPRESS Color Reddy or Not – KISS

Jóla naglastússið verður varla einfaldara, neglur með áföstu lími á hverri nögl. Eldrauðar og fallegar neglur í svokölluðu „coffin“ formi. Virkilega fínlegar og góðar neglur fyrir jólin. Neglurnar eru þunnar og þægilegar og það er virkilega einfalt að setja þær á sig. Ef þú vilt lengja þínar og vera með extra fínar neglur þá eru þessar algjör snilld.

Nail Lacquer Jól 23, Rebel With a Clause – OPI

Rautt og fallegt naglalakk úr jólalínunni frá OPI. Alveg jólasveinahúfu rauður litur sem sómir sér svo sannarlega vel á nöglunum í jólastússinu. Það er líka svo kósí að setjast niður í amstri dagsins og setja á sig naglalakk og smá dekur. Einstaklega jólalegt rautt naglalakk.

Hvort sem þið viljið vera með rauðar neglur eða velja aðra liti þá eru heldur betur til naglalökk í úrvali hér á Hagkaup.is og í verslunum okkar. Þú finnur öll naglalökk með því að smella hér og allar gervineglur með því að smella hér.