12. Desember 2024
Rjóma/skyrís Helgu Möggu með þristakökudeigi
Helga Margrét Gunnarsdóttir næringarþjálfari deilir hér girnilegri uppskrift af rjóma/skyrís með þristakökudeigi sem er frábær eftirréttur um jólin
Rjóma/skyrís með þristakökudeigi 
250 ml rjómi 
250 g vanilluskyr 
4 egg 
50 g sykur 
Hálft tilbúið þristakökudeig frá Evu Laufeyju eða eftir smekk, má vera meira. 
Byrjið á að aðskilja eggjahvítuna og -rauðuna, stífþeytið svo rauðuna með sykrinum. Í annarri skál stífþeytið þið eggjahvíturnar. Í þeirri þriðju þeytið þið rjómann og svo er gott að þeyta skyrið örlítið til að fá loft í það. Blandið öllu vel saman, fyrst rjómanum við eggjarauðurnar og svo eggjahvítunum saman við ásamt skyrinu. Skerið kökudeigið í bita og blandið út í skálina. Færið ísblönduna í form sem passar í frystinn ykkar. Gott er að setja filmu yfir formið eða hafa í íláti með loki. Frystið í sex klukkustundir hið minnsta.