13. Febrúar 2024

Rómantískur chia grautur

Í Hagkaup er hægt að fá ýmsar sniðugar vörur til að gleðja ástina í sínu lífi. Svo er sniðugt að búa til þennan jarðaberja chia graut fyrir ástina en Helga Magga setti saman þennan fallega og gómsæta graut. Allt innihald í grautinn finnur þú í verslunum Hagkaups.  

Innihald í einn graut: 
100 g jarðaber 
1 dl mjólk 
100 g jarðaberja og hvítt súkkulaði skyr 
1 msk jarðaberjasulta frá good good 
2 msk chia fræ.
Skraut: Döðlur með hindberja og lakkrísbragði frá Dave & Jon's , ásamt jarðaberjasýrópi frá good good. 

Aðferð:
Þú blandar öllum innihaldsefnunum nema chia fræjunum, saman í blandara. Setur 2 msk chia fræ í skál og hellir svo jarðaberja blöndunni saman við. Hrærir vel saman og geymir blönduna í ísskáp yfir nótt eða í um 4 klst. 

Jarðaber er svo skorið í hjarta og raðað inn í glerkrukku eða skál. Jarðaberja blöndunni er svo hellt yfir og svo toppað með smá meira af skyri, niðurskornum döðlum og jarðaberjasýrópi.