Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 15. júní
22. júní er að fyllast og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

8. Júní 2023

Skódagar 8.-12. júní

8.–12. júní eru skódagar í verslunum Hagkaups og 20% afsláttur af öllum skóm.

Það er fallegt og fjölbreytt úrval af skóm í verslunum okkar en þar má finna skó fyrir öll tilefni og alla aldurshópa. Hvort sem það vantar strigaskó, stígvél eða spariskó þá er um að gera að kíkja við á skódaga og finna eitthvað við hæfi. Við bjóðum uppá gæða skó frá vörumerkjum á borð við Viking, Kangaroos og Tamaris.

Sem dæmi um frábæra skó sem eru á 20% afslætti má nefna fallegu múmínálfa stígvélin frá Viking. En þau koma bæði í bleikum og bláum litum með mismunandi múmínálfa myndum. Stígvélin eru ótrúlega mjúk, góð og tilvalin til að hoppa í polla. 

Fallegu hælaskórnir frá Tamaris eru í góðu úrvali hjá okkur í allskonar fallegum og sumarlegum útfærslum. Þessir grænu hælaskór komu til okkar í vor og eru afskaplega fallegir, þægilegir og henta vel í veislur sumarsins.

Svo eru það Kangaroos strigaskórnir á börnin. Fjölmargir fallegir litir og týpur af skóm fyrir káta krakka sem vilja komast út að leika. Fallegir, mjúkir og þægilegir skór sem henta einstaklega vel fyrir sumarið.

Endilega kíkið við í verslunum okkar og gerið góð skókaup á skódögum í Hagkaup 8.–12. júní.