13. Mars 2023
Smáréttir fyrir veisluna í Hagkaup
Við fengum hana Sylvíu Haukdal til þess að setja saman bakka fyrir fermingar en við erum með mjög gott úrval af frosnum smáréttum sem eru tilvaldir í veisluna. Kjúklingaspjót, rækjur, vorrúllur, kjötbollur, mini pizzur, makkarónur, kókostoppa, fylltar vatnsdeigsbollur, kleinuhringi og svo mætti lengi telja. Úrvalið er fjölbreytt og gott, allir ættu að geta fundið sér eitthvað gott fyrir veisluna. Einfalt, þægilegt og gómsætt.
Sylvía setti saman tvo ljúffenga bakka, annars vegar með pizzum, kjúklingaspjótum, rækjum og vorrúllum og hins vegar sætan bakka með kleinuhringjum, vatndeigsbollum, makkarónur og berjum. Bakkarnir eru að sjálfsögðu glæsilegir enda ekki við öðru að búast frá henni Sylvíu.
Smáréttirnir fyrir veisluna eru til sölu í Hagkaup Skeifunni og í Hagkaup Akureyri.