12. Ágúst 2022

Mínar uppáhalds MAC vörur

Það vita það kannski ekki allir en MAC cosmetics eru seldar hér á hagkaup.is! Ekki er það nú verra kæru vinir. MAC er þekkt snyrtivörumerki um allan heim og ég man hvað það var stórt móment þegar ég eignaðist mína fyrstu MAC vöru. Ég hef síðan þá verið mjög hrifin af merkinu og það eru nokkrar MAC vörur sem ég bara dýrka og dái og mig langar að segja ykkur örlítið frá nokkrum þeirra.

Studio Radiance Face & Body

Studio Radiance Face & Body Fisléttur og frábær farði sem gefur litla þekju, fallegan ljóma og er vatnsheldur. Ég elska að nota þennan farða dagsdaglega og maka honum þá bara á mig með höndunum. Ef farðinn er hitaður vel með því að nudda honum á milli fingranna verður áferðin á honum örlítið þykkari og verður alveg fullkominn til þess að gefa húðinni bara smá frískleika og ljóma. Ég nota hann svolítið bara eins og ég myndi nota litað dagkrem þegar ég nota hann á mig, en ég nota hann líka mjög mikið á viðskiptavini sem vilja létta og náttúrulega þekju. Mjög fallegur sérstaklega fyrir þau sem eru með freknur og vilja leyfa þeim að skína í gegnum farðann! Farðinn kemur bæði í 50 ml og 120 ml pakkningum.

Studio Radiance Moisturizing + Illuminating Silky Primer Þessi vara er nokkuð nýleg í vörulínu MAC og í snyrtitöskunni minni, en kemur mjög sterk inn! Þessi farðagrunnur gefur húðinni mikinn og góðann raka og ofboðslega fallegan ljóma. Fullkominn undir farða eða t.d. Face & body fyrir extra ljómandi, sólkysst útlit! Farðagrunnurinn inniheldur meðal annars hýalúrónsýru, jojoba olíu og E vítamín sem gefa húðinni þessa fallegu ljómandi áferð.

Fix + Magic Radiance Vara sem ég vissi ekki að ég væri að missa af!! Prófaði þetta undrasprey í fyrsta skipti núna fyrir að verða 2 mánuðum síðan og ég vildi ÓSKA þess að ég hefði fattað hana fyrr! Mjög svo rakamikið og dásamlegt rakasprey sem inniheldur meðal annars C vítamín, hýalúrónsýru og ilmkjarnaolíur sem gefa húðinni ljóma og raka. Ég nota spreyið undir farða og svo aftur yfir farðann bæði til þess að gefa húðinni raka og til þess að bræða púður áferðina af púðrinu saman við farðann. Ég hef oft notað Fix+ en þetta er Fix+ á öðru ‘leveli’.

Svo að lokum, mitt allra uppáhalds MAC vara kombó!

Lip Pencil í litnum Subculture & Glow and Play Lip Balm í litnum Sweet Treat Varablýantarnir frá MAC svíkja nú yfirleitt ekki og ég hef átt ansi marga í gegnum tíðina en minn uppáhalds litur þessa stundina er Subculture, en mér finnst hann hinn fullkomni “your lips but better” litur! Mjúkur og auðveldur í notkun og svo dásamlega fallegur.

Glow and play er svo nýjasta æðið hjá MAC, vávává! Varasalvi með smá lit sem gerir varirnar svo djúsí og fallegar!! Ég er að nota litinn Sweet Treat með Subculture og það er svo frábær blanda að ég kemst eiginlega ekki yfir það! Glow and Play gefur vörunum góðan raka og glans sem setur alveg punktinn yfir i-ið! Frábært kombó sem ég hef notað nánast upp á dag síðustu vikurnar.

Endilega kíkið á úrvalið af MAC vörum á vefnum okkar eða í MAC verslunum í Kringlunni og Smáralind. MAC er svo einnig komið í sölu hjá okkur í Hagkaup á Akureyri.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup