1. Nóvember 2023

Hagkaup styrkti bleiku slaufuna um tvær milljónir

Þjóðin hef­ur lagst á eitt í söfn­un­ar­átaki Krabba­meins­fé­lags­ins í ár og í lok október af­hentu for­svars­menn Hag­kaups ávís­un upp á tvær millj­ón­ir króna sem söfnuðust til styrkar Bleiku slaufunni í versl­un­um fyr­ir­tæk­is.

„Í byrj­un októ­ber stóð Hag­kaup fyr­ir söfn­un þar sem viðskipta­vin­um bauðst að styrkja átakið með því að bæta 500 krón­um við inn­kaup sín sem runnu til söfn­un­ar­inn­ar og Hag­kaup til upphæð á móti.” seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups.

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups sagðist gríðarlega þakklátur viðskiptavinum Hagkaups sem styrktu átakið með þessum hætti sem ber merki um samstöðuna sem ríkir varðandi Krabbameinsfélagið sem sinnir einstöku starfi.