Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru að verða uppseldir 22. júní og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

6. Júní 2024

Sumarið með Biotherm

Allar vörur frá Biotherm eru á 30% afslætti dagana 6.-12. júní í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is. Það fylgir einnig veglegur kaupauki* með ef keyptar eru vörur frá merkinu fyrir 9.500kr eða meira. Það er því tilvalið að nýta tækifærið og græja sig fyrir sumarið því sólarvarnirnar og húðvörurnar frá Biotherm eru hágæða vörur og það ættu öll að geta fundið vörur við sitt hæfi.

Biotherm Sun Milk Set
Sett sem er tilvalið að grípa með í útileguna eða ferðalagið. Settið inniheldur Waterlover Hydrating Sun Milk með SPF 50 og Aftersun Lai Rehydrating. Waterlover hydrating sun milk sólarvörnin hentar fyrir bæði líkama og andlit ásamt því að henta flest öllum húðtýpum. Sólarvörnin verndar húðina bæði gegn UVA og UVB geislum sólarinnar og gefur henni góðan raka á sama tíma. Vörnin smýgur hratt og vel inn í húðina og skilur ekki eftir sig hvítar rákir. Það skemmir svo heldur ekki fyrir að það er léttur sítrus ilmur af vörninni sem gerir hana extra sumarlega.
Aftersun milk er líkt og vörnin bæði fyrir líkama og andlit en þessi vara hjálpar til við að róa húðina eftir dag í sólinni ásamt því að næra hana vel og gefa henni raka. Varan inniheldur meðal annars e-vítamín, örsteinefni og Life Plankton sem næra húðina og mýkja hana.

Waterlover Sun Milk Spray
Þessi dásamlega sólarvörn kemur í spreyformi og er með SPF 50+ en hana má nota bæði á líkama og í andlit. Sólarvörnin líkt og vörnin sem er í kremformi verndar húðina fyrir bæði UVA og UVB geislum sólarinnar á áhrifaríkan hátt. Þessi vörn hentar fyrir alla fjölskylduna og spreyformið getur auðveldað ásetningu á sólarvörn og er sérstaklega hentug til þess að bæta vörn á líkama og andlit yfir daginn.

Aqua-Gelée Autobrpmzante
Þessi vara er algjör leikbreytir fyrir sólkyssta húð. Um er að ræða sjálfsbrúnkugel fyrir andlitið sem gefur fallegan og náttúrulegan lit og ljómandi yfirbragð. Gelið má nota undir krem eða farða eða eitt og sér til þess að fá smá auka lit og sumar í andlitið.

Það er frábært úrval af sólarvörum fra Biotherm en svo eru aðrar húðvörur frá merkinu líka frábærar og henta vel hvenær sem er á árinu. Það er hægt að skoða allt úrval frá merkinu með því að smella hér.

*Kaupauki fylgir á meðan birgðir endast.