17. Apríl 2024

Danskt sumarkvöld með GOSH Copenhagen

Gosh Copenhagen & Hagkaup bjóða á danskt sumarkvöld sem haldið verður í Hagkaup Smáralind þann 22. apríl.

Á danska sumarkvöldinu verður boðið upp á förðunarkennslu sem Sara Björk Þorsteinsdóttir leiðir ykkur í gegnum en hún hefur unnið með merkinu s.l. þrjú ár. Sara mun fara yfir vinsælustu förðunartrendin fyrir sumarið ásamt því að kynna brot af því besta af dönsku vörunum sem GOSH hefur upp á að bjóða.
Námskeiðið er frítt en það er takmarkað sætapláss. Athugið að það er 14 ára aldurstakmark á námskeiðið og 14-16 ára þurfa að koma í fylgd með forráðamanni.
Ráðgjafar verða á svæðinu til að aðstoða ykkur að finna vörur sem mæta ykkar þörfum. Námskeiðið hefst kl. 19:15 en við viljum hvetja fólk til þess að mæta tímanlega. Skráning á námskeiðið fer fram hér.