25. Nóvember 2022

Teljum niður til jóla með fallegum jóladagatölum

Það styttist óðfluga í aðventuna en fyrsti sunnudagur í aðventu er næstkomandi sunnudag. Þá vitum við að jólin eru ekki svo langt undan og um að gera að fara að huga að því að telja niður til jóla! Sumir kjósa að gera það með dagatölum hvort sem er með súkkulaði, annars konar sælgæti, leikföngum já eða mínu uppáhaldi: snyrtivörum!
Hér að neðan eru þrjú mismunandi dagatöl sem fást hjá okkur hér á vefnum. Ef þú ert ekki búin að ákveða hvernig dagatal þú vilt þá vonandi getur þessi færsla fært þig nær þeirri ákvörðun.

 OPI Nail Lacquer Dagatal Jól 2022

Dagatal sem inniheldur 25 mini glös af dásamlegu OPI naglalökkunum. Þetta dagatal telur niður til 25.desember og lengir því örlítið gleðina fyrir okkur sem erum vön því að telja bara niður fram að aðfangadegi. Dagatalið er mjög fallegt og tilvalið fyrir þau sem elska að vera með vel lakkaðar neglur.

 

 Nivea Advent Calendar

Mjög fallegt 24 glugga dagatal frá snyrtivörumerkinu Nivea. Allskonar krem, hreinsar og annarskonar vörur bæði fyrir líkama og andlit á hverjum degi frá 1.-24.des! Dásamleg leið til þess að prófa nýjar og spennandi vörur og til þess að hafa jólabaðið extra kósý!

 

 Sensai The 12 Holiday Gifts

Fyrir þau sem vilja telja niður annan hvern dag eða bara síðustu tólf dagana til jóla! Tólf guðdómlegar snyrtivörur frá snyrtivörumerkinu Sensai. Vörurnar eru ýmist lúxus prufur eða vörur í fullri stærð og er bæði um að ræða förðunarvörur og húðumhirðuvörur. Algjör snilld fyrir þau sem vilja smá auka lúxus í jólin sín!

 

Sjálf á ég eftir að velja mér dagatal, en það er ekki því það vantar úrvalið heldur er valkvíðinn heldur betur að trufla mig! En öll snyrtivörudagatölin hjá okkur má skoða hér

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup