24. Mars 2023

Uppskeruhátíð sælkeranna hafin í Hagkaup

Sæl­kera­dag­ar standa nú yfir í Hagkaup og af því til­efni ætl­ar Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups að galdra fram sín­ar bestu sæl­ker­a­upp­skrift­ir.. Mikið verður um dýrðir meðan á Sæl­kera­dög­un­um stend­ur og alls kyns smakk og kynn­ing­ar í gangi.

„Svona þema­dag­ar eru svo skemmti­leg­ir því þá bein­ist kast­ljósið á okk­ar fjöl­breytta vöru­úr­val og við fáum tæki­færi til þess að kynna allt sem í boði er og all­ir ættu að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Þetta er eins og með dönsku og am­er­ísku dag­ana þar sem við setj­um ein­staka vör­ur í spari­bún­ing. Á Sæl­kera­dög­un­um fáum við til okk­ar ít­alsk­an birgi sem ætl­ar að kenna okk­ur að elda góða pasta­rétti í versl­un­um okk­ar og ætl­um að sjálf­sögðu að bjóða upp á dýr­ind­iss­makk í versl­un­um okk­ar,“ seg­ir Eva en þema­dag­ar sem þess­ir hafa notið mik­illa vin­sælda meðal neyt­enda.

„Á Sæl­kera­dög­un­um er fókus­inn á hrá­efni frá Ítal­íu, Frakklandi, Spáni og Grikklandi og hef­ur vöru­stjór­inn okk­ar, Vign­ir Þór Birg­is­son, unnið hörðum hönd­um að því í nokkra mánuði að finna ótrú­legt magn af spenn­andi vör­um sem ættu að gleðja alla mat­gæðinga. Sjálf beið ég ekki boðanna og er hér með dýr­ind­istrufflu-risotto sem ég elska og elda aft­ur og aft­ur, ljúf­fengt anda­sal­at með con­fit-lær­um svo ræt­urn­ar eru Frakk­land í því sal­ati, tap­as-stemn­ingu frá Spáni, hvít­lauks­rækj­ur, eðal­hrá­skinku með feta­osts­mauki með feta­osti sem kem­ur frá Grikklandi og ljúf­feng­ar ólíf­ur sem sömu­leiðis koma frá Grikklandi. Hægt er að leika sér með þessi hrá­efni frá þess­um lönd­um og blanda þeim sam­an. Hér er best að leyfa ímynd­un­ar­afl­inu að njóta sín.“

Eva seg­ir spenn­andi tíma fram und­an hjá Hag­kaup. „Við erum í stöðugri þróun og mark­miðið er alltaf að upp­lif­un viðskipta­vin­ar­ins sé sem best og að við bjóðum upp á spenn­andi vöru­úr­val. Þannig hef­ur sam­starfið við Sæl­kera­búðina og 17 sort­ir verið skemmti­leg viðbót og við ætl­um að halda áfram á þess­ari braut.“

Trufflu risotto með sveppum  

Fyrir 3-4   

1 msk. Ítalíu ólífuolía + klípa smjör 

1 laukur 

1 sellerí stilkur 

2 hvítlauksrif 

4 dl arborio hrísgrjón 

8 sveppir, smátt skornir 

8 dl kjúklingasoð 

2 dl hvítvín 

Salt og pipar 

60-80 g parmesan ostur 

2 msk. sveppatrufflumauk frá Giuliano Tartufi  

1 msk. smátt söxuð steinselja  

 Aðferð: 

Hitið ólífuolíu í potti og steikið laukinn, sellerí og hvítlauk í 2-3 mínútur. Bætið smátt 
smátt söxuðum sveppum út í pottinn og steikið, bætið því næst 
arborio grjónum út í og hrærið stöðugt. 

Hellið hvítvíninu saman við og leyfið 
því að sjóða niður, bætið næst kjúklingasoðinu smám saman við og hrærið mjög vel 
á milli. 

Bætið parmesan ostinum , steinselju og trufflu maukinu við í lokin og kryddið til 
með salti og pipar.  

Setjið Risotto á disk og rífið gjarnan niður parmesan og stráið yfir réttinn í lokin ásamt saxaðri steinselju. 

 

Tapas stemning, hvítlauksrækjur og eðal hráskinka með fetaostmauki  

600 g risarækjur, ósoðnar  

8 hvítlauksgeirar, smátt skornir  

1 dl Ítalíu ólífuolía  

2 msk smátt söxuð steinselja  

1 tsk paprikukrydd  

1 msk smjör  

Salt og pipar  

Aðferð:  

Hitið olíu á pönnu, skerið hvítlaukinn í sneiðar og setjið út á pönnuna og steikið. Þegar laukurinn hefur tekið smá lit þá bætið þið rækjunum út á pönnuna. Kryddið með salti, pipar og papriku.  

Bætið smjörinu og steinselju saman við í  lokin. 

Berið fram með góðu brauði.  

 

Hráskinka með fetaostmauki   

80 g hráskinkupakki 18 mánaða   

100 g grískur fetaostur  

4 msk. rjómaostur  

1 msk. steinselja  

Salt og pipar  

6 kirsuberjatómatar  

1 msk. ólífuolía   

Aðferð:  

Setjið hráskinku á disk.  

Þeytið saman fetaosti, rjómaosti, salt, pipar og 1 tsk af steinselju í matvinnsluvél og setjið ofan á hráskinku.  

Skerið tómata niður og saxið steinselju. Setjið yfir hráskinku og sáldrið ólífuolíu yfir.  

Tillaga að nasli með:   

Ljúffeng tengdamömmutunga sem gengur með öllu og ómótstæðilegar grískar ólífur.