6. Júlí 2022

Við kynnum snyrtivörumerkið Dr Irena Eris

Nýlega fengum við nýtt merki í sölu hjá okkur í verslun okkar í Garðabæ og hér á vefnum. Um er að ræða snyrtivörumerkið Dr Irena Eris sem er merki sem talar um að sameina það besta úr náttúrunni og háþróaða tækni til þess að draga fram ljóma í húðinni. Mig langar að segja ykkur örlítið frá þessu nýja og spennandi vörumerki.

Vísindin á bak við snyrtivörur eru í stöðugri þróun og háþróaðar rannsóknir liggja að baki nútíma snyrtivörum. Að baki Dr Irena Eris er háþróuð tækni sem gerir virkum efnum kleift að vinna dýpra í húðinni til að virkja getu húðfrumna til fulls. Sem doktor í lyfjafræði og sem sérfræðingur til margra áratuga í vörum sem sporna gegn öldrun færir Dr Irena Eris þér vörur sem sameina það besta úr náttúrunni og háþróaða tækni úr húðlæknavísindum og lyfjafræði. Til þess að húð þín megi starfa af fullum krafti og ljóma sem aldrei fyrr. Dr Irena Eris stendur fyrir öruggar og öflugar vörur sem þróaðar eru af húðlæknum og faglegu teymi sérfræðinga og standa fyrir gæðum.

Veröld vörumerkisins snýst ekki einungis um snyrtivörur heldur einnig Dr Irena Eris Cosmetics Institutes og 5 stjörnu lúxus Spa hótel sem fyrirtækið rekur, en þar er einungis notast við snyrtivörur frá Dr Irena Eris. Dr Irena Eris for Science and Research, er rannsóknarstofa sem hún rekur þar sem öflugt teymi húðlækna, líffræðinga, lyfjafræðinga, lífefnafræðinga og líftæknifræðinga sjá um rannsóknir sem tryggja öryggi og árangur og eru framarlega á sviði húðvísinda. Fyrirtækið hefur aldrei gert prófanir á dýrum og er alfarið á móti slíku.

Dr Irena Eris er einnig aðili að Comité Colbert, sem eru samtök sem stofnuð voru 1954 af Jean-Jacques Guerlain. Þar til nýlega voru einungis fágæt frönsk vörumerki aðilar í þeim, má þar nefna Boucheron, Cartier, Chanel, Dior, Hermès, Hotel Ritz, Louis Vuitton, Veuve Clicquot champagne, og virtar menningarstofnanir á borð við Musée du Louvre, Paris Opera og Comédie-Française. Árið 2012, var Dr Irena Eris meðal fyrstu erlendra vörumerkja boðin þátttaka þar sem vörumerkið býður upp á fágætan lúxus og fegurð. 

Þú getur skoðað Dr Irena Eris betur á vefnum okkar eða kíkt við hjá okkur í Garðabæ.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup