15. Desember 2021

Vinsælustu leikföngin árið 2021

Það stytt­ist í jólin og flest­ir bún­ir að kaupa megnið af jóla­gjöf­un­um. Leik­föng eru sí­vin­sæl og Daði Ing­ólfs­son, vör­ur­stjóri leik­fanga hjá Hag­kaup sat fyr­ir svör­um og ljóstraði upp hver heit­ustu trend­in væru fyr­ir jól­in í ár.

Daði sagði að sala á leik­föng­um væri búin að vera mik­il sem komi svo sem ekki á óvart, þó merki hann ákveðnar breyt­ing­ar.

„Leik­föng eru alltaf vin­sæl­ar jóla­gjaf­ir fyr­ir börn á öll­um aldri. Hag­kaup er með mjög breitt úr­val af leik­föng­um allt frá ein­földu þroska­dóti fyr­ir þau allra yngstu til krefj­andi LEGO geim­skipa fyr­ir þau elstu,” seg­ir Daði.

Aðspurður hvaða leik­föng væru vin­sæl­ust seg­ir hann að það sé mik­ill áhugi á spil­um í ár. Kviss spil­in hafa slegið í gegn sem og Evr­ópu spurn­ing­arspilið eft­ir Stefán Páls­son. Einnig er spilið Micro Macro mjög vin­sælt enda hef­ur það unnið til fjölda er­lendra verðlauna. NERF byss­urn­ar hafa líka verið mjög vin­sæl­ar enda ein­stak­lega vönduð leik­föng.

LEGO og Playmo alltaf lang­vin­sæl­ast

„LEGO og Playmo eru alltaf vin­sæl­ustu leik­föng­in og miðað við söl­una fram til þessa þá virðist það líka verða þetta árið. Í LEGO er City Stuntz, Friends, Harry Potter og Technic lang­vin­sæl­ast fyr­ir eldri börn­in og fyr­ir þau yngstu Duplo kubb­arn­ir. City Acti­on er vin­sæl­asta Playmo settið fyr­ir eldri börn­in en fyr­ir þau yngri er það nýtt sett sem kall­ast No­velmore,” seg­ir Daði.

Daði seg­ir einnig mjög vin­sælt að gefa Pílu­vör­ur frá Bulls. Fyr­ir eldri börn er vin­sælt að kaupa hefðbundið pílu­spjald og píl­ur en fyr­ir yngri eru sér­stök seg­ul­spjöld með sér­til­gerðum píl­um. Einnig selst vel af pílu auka­hlut­um eins og tösk­ur, mott­ur, vegg­hlíf­ar og fleira.

Skap­andi og um­hverf­i­s­væn leik­föng

„Fönd­ur­vör­ur hafa aldrei verið jafn vin­sæl­ar og fyr­ir þessi jól­in. Við erum með mjög mikið úr­val af skap­andi leik­föng­um og má til dæm­is nefna Play-Doh leir­inn sem að litl­ir fing­ur hrein­lega elska. Við sjá­um líka auk­inn áhuga á um­hverf­i­s­vænni leik­föng­um eins og viðarleik­föng­um og hef­ur sal­an á þeim vör­um auk­ist um 500% á milli ára,” seg­ir Daði að lok­um.