Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 22. júní

14. Nóvember 2023

Hagkaup kynnir til leiks refinn Hagga og Haggaland í Hagkaup Smáralind

Laugardaginn 18. nóvember opna Hagkaup formlega nýtt leikfangasvæði fyrir börn í verslun sinni í Smáralind. Um er að ræða Haggaland sem er aðsetur refsins Hagga, sem er góðvinur Hagkaups. 

Haggi mætir í Hagkaup Smáralind á milli kl. 13:00 og 14:00 þar sem hann ætlar að kynna sig og nýja Haggalandið sitt fyrir gestum og gangandi. Haggalandið er skemmtilegt leiksvæði þar sem börnin geta fengið að njóta sín. Þar eru skemmtilegar þrautir ásamt skjá með leikjum sem þjálfa hugann.

Haggi sjálfur er góðvinur Hagkaups en hann býr í Haggalandi. Hlutverk Hagga er að skemmta og fræða börnin en honum er annt um umhverfið og fólkið í kringum sig. Hann hefur gaman að því að lesa og læra og langar til þess að kenna krökkum nýja hluti. Það er hægt að fræðast meira um Hagga með því að kíkja í hreiðrið hans hér.

Laugardaginn 18. nóvember verður Haggaland tekið í notkun með pompi og prakt í Hagkaup Smáralind en Haggi sjálfur verður á svæðinu og gefur börnunum Hagga blöðrur og ávexti á meðan að birgðir endast. Birgitta Haukdal verður á svæðinu og áritar Láru og Ljónsa bækur. Boðið verður uppá refa andlitsmálningu svo börnin geti verið í stíl við nýja vin sinn, Hagga. 

Haggi getur ekki beðið eftir því að hitta alla kátu krakkana í Hagkaup Smáralind!