Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 15. júní
22. júní er að fyllast og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

19. Október 2023

Óuppgötvaðar perlur frá Clarins

Dagana 19.-25. október eru allar vörur frá Clarins á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og hér á vefnum.

Virðing fyrir konum, virðing fyrir náttúrunni og húðvörur byggðar á plöntuvísindum hafa skilað franska lúxusmerkinu Clarins gífurlegum vinsældum í nær 70 ár. Með þessi gildi að leiðarljósi stofnaði Jacques Courtin-Clarins merkið árið 1954 og enn í dag er það í einkaeigu Clarins-fjölskyldunnar. Nýjustu framfarir í vísindum, tækni og grasafræðum leiðir vöruþróun Clarins sem hefur skilað einstökum húðvörum á borð við Double Serum og Lip Comfort Oil. Í hröðum heimi snyrtivaranna gleymast þó stundum einstakar perlur en óhætt er að segja að Clarins lumi á fjölmörgum gullmolum sem einhverjir eiga jafnvel enn eftir að uppgötva.

1. Stinnandi og upplífgandi líkamsvörur
Clarins Tonic-formúlurnar fyrir líkamann búa yfir upplífgandi ilmi af rósmarín-, blágresis- og myntuilmkjarnaolíum sem eykur vellíðan. Clarins Tonic Treatment Oil er mest selda líkamsolía Clarins og hefur hún stinnandi áhrif á húðina, eykur teygjanleika hennar og dregur úr ásýnd húðslita. Clarins Tonic Sugar Polisher er síðan frábær líkamsskrúbbur til að nota með olíunni en hann inniheldur lífræna sykurkristalla og heslihnetuolíu sem losar húðina við dauðar húðfrumur og óhreinindi. Þetta er tvenna sem allir ættu að kynna sér.

2. Sýnir árangur eftir 7 daga
Clarins Double Serum Eye er tvöföld serum-formúla fyrir augnsvæðið í fullkomnu lífrænu samræmi við húðina. Formúlan vinnur á öllum ummerkjum öldrunar í kringum augnsvæðið og á einungis 7 dögum verður það rakameira, sléttara, þéttara og bjartara. Kraftur 13 mismunandi plöntukjarna, þar á meðal hin kraftmikla tvenna lífræns skógarkerfils og túrmeríks, koma hér saman í húðvöru sem býr yfir silkikenndri áferð. Samstundis hefur Double Serum Eye sefandi og nærandi áhrif sem bæta augnsvæðið dag eftir dag.

3. Brúnkudroparnir sem allir geta notað
Clarins Self Tan Radiance Drops eru sérlega þægilegir brúnkudropar sem þú einfaldlega bætir út í andlitskremið þitt til að fá náttúrulega sólkyssta ásýnd. Þú aðlagar litinn að þínum þörfum en því fleiri dropa sem þú notar, því ákafari verður liturinn. Það er gjarnan erfitt að finna ilmefnalausar sjálfsbrúnkuformúlur en þessi formúla er ilmefnalaus, byggir á aloe vera og hentar því öllum húðgerðum.

 4. Rakaserumið sem alltaf stendur fyrir sínu
Clarins Hydra-Essentiel Bi-phase Serum er tvífasa serum sem er alltaf jafn gott og alltaf jafn rakagefandi. Heimsþekkti förðungarfræðingurinn Lisa Eldridge hefur margsinnis mælt með þessu serumi og skal engan undra. Formúlan hefur frískandi áhrif, róar húðina, jafnar hana og gerir hana líflega á ný með innihaldsefnum á borð við lífrænan kóraltopp sem eykur náttúrulega framleiðslu hýalúrónsýru í húðinni.

 

5. Mýkjandi áhrif frá frönsku Ölpunum
Clarins Total Cleansing Oil er hreinsiolía sem virkjast í snertingu við vatn og fjarlægir allan farða og óhreinindi af húðinni án þess að raska jafnvægi hennar. Formúlan býr yfir áhrifum „Gentle Complex“ en það er blanda af lífrænum gulvendi og lífrænni hjartafró sem mýkja og sefa húðina. Þessar plöntur eru ræktaðar í Le Domaine Clarins, ræktun og rannsóknarstofu Clarins, sem staðsett er undir berum himni í frönsku Ölpunum.

 6. Varaglossið sem hæfir hertogaynjunni
Það þótti tíðindi þegar Katrín hertogaynja af Cambridge tók Clarins Natural Lip Perfector upp úr veski sínu á Wimbledon. Hún hafði aldrei áður sýnt né gefið upp hvaða snyrtivörur hún notar. Þetta gloss stendur ávallt fyrir sínu en einnig er til Clarins Intense Lip Perfector, það gloss býr yfir sömu góðu áhrifum upprunalegu formúlunnar en með ákafari lit. Varirnar verða mýkri, sléttari og þrýstnari á augabragði svo tilvalið er að vera með eitt stykki eða svo í veskinu.

7. Farðagrunnurinn sem gerir allt
Clarins Instant Smooth Perfecting Touch er verðlaunaður farðagrunnur sem hrópar ekki hátt enda þarf hann þess ekki, hann einfaldlega virkar. Formúlan fyllir upp í hrukkur, fínar línur, húðholur og undirbýr húðina fyrir ásetningu farða. Hann er þó léttur og rakagefandi svo það er hægt að nota hann einan og sér, fyrir náttúrulegt útlit, eða blanda honum hreinlega út í farðann þinn til að auðvelda ásetningu.

 8. Sameinar það besta úr húð- og snyrtivörulínum Clarins
Clarins Everlasting Youth Fluid SPF 15 er farði sem hannaður var með sömu sérfræðiþekkingu og býr að baki húðvara Clarins. Farðinn vinnur gegn ótímabærum öldrunarmerkjum, eykur ljóma húðarinnar og gerir hana sjáanlega stinnari. Formúlan býr yfir miðlungsþekju, satínkennd ásýndin endist í allt að 10 klukkustundir og veitir húðinni 24 klukkustundir af raka. Á sama tíma eru virk húðbætandi innihaldsefni farðans að vinna að betrumbætun húðarinnar til lengri tíma. Má þar nefna kaffifífilskjarna og rauða janíukjarna sem auka útgeislun húðarinnar. Dag eftir dag verður húðin stinnari, þrýstnari, sléttari og ljómameiri.