5. Maí 2022

Lancôme kynningardagar, 20% afsláttur

Dagana 5.-11.maí eru Lancôme dagar í verslunum okkar og því eru allar vörur frá Lancôme á 20% afslætti (plús Tax Free). Ég hef lengi verið mikill aðdáandi Lancôme og langar að segja ykkur frá nokkrum vörum sem eru mikið notaðar hjá mér dags daglega og í starfi mínu sem förðunarfræðingur.

Teint Idole farðinn er sá farði sem ég gríp langmest í, bæði á sjálfa mig og á viðskiptavini. Hann hentar langflestum og er fullþekju farði sem er samt svo léttur að það er nánast eins og það sé ekkert á húðinni. Farðinn er smitheldur og endist ótrúlega vel á húðinni og það er einna helst ástæðan fyrir því að ég elska að nota hann á viðskiptavini sem koma til mín í förðun. Ef þú ert í leit að farða sem endist og verður ekki að köku þegar þú setur hann á þig, þá er Teint Idole Ultra Wear farði sá sem þú ættir að skoða!

Það skemmir svo ekkert fyrir að það er hyljari í sömu línu, Teint Idole Ultra Wear All Over Concealer, og hann gefur farðanum ekkert eftir. Hyljari sem gefur fulla þekju og hefur hingað til falið allar þær bólur sem ég hef þurft að hylja! Hann er eins og farðinn mjög léttur á húðinni þrátt fyrir að gefa fulla þekju og það er mjög auðvelt að blanda hann og áferðin er mjög náttúruleg og falleg.

Ég gæti líklega skrifað fimmtán blaðsíður um vörur frá Lancôme sem eru frábærar, en ég ætla að láta það duga að segja ykkur frá einni vöru í viðbót! Lash Idole maskarinn, ég hugsa að ég hafi farið í gegnum sirka þrjá svoleiðis maskara síðasta árið, en hann er algjör bomba! Lengir, þykkir og lyftir augnhárunum og það þarf svo lítið af honum, ein umferð gerir ótrúlega mikið. Ég átti fyrst örlítið erfitt með að nota hann þar sem greiðan er aðeins öðruvísi en þær sem ég hef verið vön að nota, en um leið og við urðum vinkonur þá varð ekki aftur snúið!

Hér má skoða úrval Lancôme á vefnum hjá okkur.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup