4. Apríl 2024

Töfrandi nýjung frá SENSAI

SENSAI Total Finish púðurfarðann þarf vart að kynna, hann hefur fylgt okkur í áraraðir.  30 ár eru síðan hann kom fyrst á markað hér á landi.   SENSAI var fyrsta snyrtivörumerkið í heiminum til þess að framleiða farða þar sem kremfarði og púður koma saman í einni órjúfanlegri heild. 

Total finish hefur nú verið endurbættur bæði formúlan og askjan.  Nýja formúlan er ennþá mýkri, með kremkenndari áferð svo hann fellur fullkomnlega að húðinni.  Létt og náttúrulega þekja.

Púðurfarðinn inniheldur Koishimaru silk eins og allar aðrar vörur frá SENSAI.  Silkið sér húðinni fyrir raka og ljær henni glæsilega áferð.

Ofurfíngerar púðuragnir gera farðanum keift að falla vel að húðinni og stuðla að mjúkri áferð, púðrið sest ekki í línur og er gífurlega rakagefandi og því hentar það einnig þroskaðri og eða þurri húð. Farðinn fellur vel að húðinni líkt og púðrið bráðni inn í hana, án þess að skilja eftir þurrk.  Ein stroka hylur ójöfnur á náttúrulegan hátt og veitir heilbrigðan ljóma og þekju sem leyfir húðinni að anda.

Sérfræðingar SENSAI mæla með Glowing base undir Total Finish.
Grunnur undir farða, með perlukenndum lit, leiðréttir húðlit og veitir hraustlegan  ljóma.  Glowing base veitir raka og viðheldur fersku útliti.  Glowing base hentar einstaklega vel undir Total finish púðurfarðann. 

Askjan undir Total Finish er seld sér og hún inniheldur svamp.  Það má nota púðrið eitt og sér og byggja upp þekju, eða yfir fljótandi farða.   Hentar einnig fullkomnlega á ferðinni til þess að fríska úpp á húðina.  Total Finish fæst í 8 litum. 

Allar vörur frá SENSAI eru á 20% afslætti 4.-10. apríl. Það má skoða allar vörur frá SENSAI með því að smella hér.