Vinsamlegast ath!

Á Tax free getur verið seinkun á afhendingu pantana úr vefverslun.

24. Október 2024

Undraverð hátíð með Clarins

Dagana 24.-30. október eru Clarins dagar í verslunum Hagkaups og á Hagkaup.is. Clarins hringja árlega inn jólin með fallegum gjafasettum í lok október. Gjafasettin innihalda söluvöru í fullri stærð og í kaupbæti fylgja lúxusprufur og einstaklega falleg rauð snyrtitaska. Hjá Clarins er hægt að finna eitthvað fyrir alla, frá unglingsaldri og framyfir 60 ára aldur. Clarins fylgir þér í gegnum lífið.

Double Serum frá Clarins er allra vinsælasta varan þeirra en serumið hefur verið 40 ár í þróun og unnið til yfir 450 snyrtivöruverðlauna. Double Serum vinnur gegn öldrunarmerkjum sem tengjast náttúrulegri öldrun og þeim sem orsakast af lífsstíl og umhverfi. 95% innihaldsefna eru af náttúrulegum uppruna og samanstanda nýju umbúðirnar 94% af endurvinnanlegum efnum. Það selst 1 Double Serum á 4 sekúndna fresti í heiminum og ekki að ástæðulausu.

Nýjasta útgáfan af Double Serum býr yfir 22 öflugum plöntukjörnum, þar á meðal hið aukennandi túrmerik, með 5 nýjum hreinum virkum sameindum til að örva 5 mikilvægar aðgerðir húðarinnar.

Ný og byltingarkennd formúla Double Serum vinnur ekki einungis gegn hefðbundnum öldrunarmerkjum, heldur einnig gegn ótímabærum öldrunarmerkjum sökum umframerfða og er vernduð með 6 einkaleyfum.

„Epi-ageing“ er hugtak sem Clarins notar um öldrun vegna umframerfða og býr Double Serum nú yfir „Epi-ageing Defense Technology“ en tæknin byggir á kröftum lífræns risareys, plöntu sem ekki hefur áður verið notuð í húðvöru. Þessi tækni hjálpar til við að hlutleysa áhrif umhverfisþátta á húðina og dregur þannig úr framkomu ótímabærra öldrunarmerkja. 

Þú þarft aðeins einn dropa af hinni nýju formúlu Double Serum til að sjá mun á húðinni frá fyrstu notkun, samkvæmt neytendakönnun Clarins. Með reglulegri notkun verður húðin þín þéttari og ljómar á nýjan leik á meðan hrukkur og svitaholur verða minna sýnilegar. Einstök áferð formúlunnar gengur hratt inn í húðina og skilur hana eftir silkimjúka og nærða, þökk sé hinum einstöku náttúrulegu efnum sem handvalin eru af Clarins.

Allar vörur frá Clarins má skoða með því að smella hér. Sérfræðingar frá merkinu verða í verslunum okkar á meðan á tilboðinu stendur og aðstoða ykkur við val á vörum fyrir ykkur eða í jólapakkana.